27.10.2009 16:43

Helgafell III

Þetta er Helgafell III Þessar upplýsingar um skipið fékk ég frá góðum velunnara síðunnar Heiðari Kristinssyni fv skipstjóra hjá Samskip.:"
Þetta HELGAFELL nr.  3 í röðinni næst á eftir Mercandia skipinu með því nafni það hét áður ex BERNHARD  S og var leiguskip hjá Skipadeild Sambandsins í nokkurn tíma áður en að Skipadeildin keypti það og skráði undir íslenskan fána. árið 1988.  HELGAFELL  varð svo eign Samskipa við stofnun þess árið 1991 eins og önnur skip Skipdeildar Sambandsins og var svo selt úr landi 1996 Þetta Helgafell er það síðasta með því nafni sem hefur verið undir ísl. fána þau sem komið hafa síðan tvö held ég eru undir erlendum fána og að ég best veit í eigu erlendara aðila (þýskra banka) Varðandi Helgafell sem þú spyrð um get ég upplýst þig um eftirfarandi:

  • HELGAFELL    TFHB  sknr. 1967  / ex BERNHARD  S
  • Smíðað hjá H.BRAND SCGIFFSW.GMBH í Oldenborg / Þýskalandi 1978
  • mesta lengd  117, 38 m    lengd PP  110,91 m
  • breidd  17,83 m dýpt  10 m  djúprista á sumarmerkjum  held ég 8,8 m
  • Bt 4962  Brl. 2637,18  net 1874
  • Vélin MAK  4413 kW  sem er um 6000 hestöfl
  • Skipið var selt úr landi árið 1996
  • Ég þakka Heiðari kærlega fyrir upplýsigarnar Það má bæta við þetta að skipið fékk nafnið Lorcon Davo eftir að Samskip seldi það. Svo að myndinni Ég sé ekki betur en á neðri myndinni sjáist í afturendan á Stuðlafossi III ex Hofsjökull II. Myndinar tók Torfi Haraldsson sem einng tók myndina af Langjökli. Ég þakka Heiðari fyrir upplýsingarnar og Torfa myndirnar
                                                                                              © Torfi Haraldsson© Tor                                                                                          © Torfi Haraldsson
Flettingar í dag: 740
Gestir í dag: 90
Flettingar í gær: 503
Gestir í gær: 86
Samtals flettingar: 3545273
Samtals gestir: 491934
Tölur uppfærðar: 25.3.2019 21:43:58
clockhere