25.10.2013 18:06

Helgafellið kvatt

Í gær lauk hringferðinni með m/s Helgafelli. Og nú er komið að því að þakka fyrir sig Og eins og leikarar sem  fá "Óskarsstyttuna" Þakka ég mömu og pabba,afa og ömmu og .... .Nei engan fíflagang. Ég vil þakka af heilum hug Sverrir Hannessyni sem kom þessu öllu á koppinn. Einhverir fleiri komu nú að þessu og bið ég Sverrir að koma þakklæti mínu til þeirra.

Sverrir Hannesson kom þessu öllu af stað. Kærar þakkir fyrir það Sverrir

Síðast og ekki síst þakka ég af alhug Valdimar Olgeirssyni og skipshöfn hans sem gerðu mér þessa ferð skemmtilega og ekki síður ógleymanlega Hver einn og einasti úr áhöfninni lagði sig fram við að svo yrði. Því miður misfórst ( vegna vankunnáttu minnar á myndavélina) áhafnarmyndatakan. Fer ekki nánar út í þá sálma. Og ég vil virkilega þakka hlýlegt viðmót sem ég fékki Höfuðstöðum Samskipa í Reykjavík. Þar var mér boðið í hádegismat í vist og snyrtilegri matstofu fyrirtækisins Það var auðsæð á öllu að Samskip vill láta sínu starfsmönnum líða vel.í vinnunni Og síðast en ekki síst var ég svo leystur út með skemmtilegum gjöfum.. Enn einn "Óskarinn" til Samskip frá mér.

Nokkrir vinir mínir  hér í Eyjum halda því fram að ég hafi verið hífður um borð í upphafi ferðar Þessi mynd ætti að afsanna það  Í guðana bænum takið ekkert mark á helv.... króknum þarna yfir hausnum á mér
Valdimar skipstjóri fór í frí en við skipstjórn tók kornungur maður ( miðað við mig) Sigþór H Guðnason. En Sigþór er fjórði ættliðurinn sem eru skipstjórnarmenn. Guðni Jóhannsson langafi hans byrjaði sem slíkur 1926 einmitt hér í Eyjum.Var að mig minnir meðeigandi í m/b Heimir og með hann 1937-1946 Eftir það skipstj. á eigin bátum  Sigþór sonur hanns var fór ungur til sjós með föður sínum.Og tók síðar við skipstjórm á bátum sem þeir áttu. Sigþór var m.a. skipstjóri á Sæfelli sem var í flutningum  hingað til Eyja. Hann fórst svo þegar skip hans Særún fékk á sig slæman brotsjó sem tók eiginlega stýrishúsið af,1962. En skipið sem var í eigu Einars Guðfinnssonar var í flutningum til Vestfjarðar. Guðni sonur hans (faðir Sigþórs skipstjóra á Helgafelli) var svo lengi hjá Eimskip og síðar skipstjóri á ferjunni Sæfara

Hér er Andrés Þ Sigurðsson t.h  hafnsögumaður komin til að "taka skipið inn"  Það er sem sagt komið að ferðalokum .Ég vil taka það skýrt fram að allar færslunar eru skrifaðar eftir "minni upplifun" af mönnum og málefnum. Ég fór með Helgafelli og færslunar hér á síðunni speglast af því  Hefði ég farið t.d með Arnarfelli hefði ég sennilega upplifað sömu gestristni Að ég valdi þetta skip var gamall vinskapur minn við vissa menn um borð í því. En það á efttir að koma fleira um þessa ferð. Á eftir að betrumbæta fyrri færslur og koma með fleiri nýjar

Þarna er ég að þakka Sigþóri skipstjóra (sem staðgengli Valdimars skipstjóra) fyrir ferðina
Svo sigldi Helgafellið síðdegis í gær frá Eyjum "bound for Immingham" Góða ferð strákarÉg þakka kærlega fyrir mig "Samskip"

Flettingar í dag: 261
Gestir í dag: 32
Flettingar í gær: 503
Gestir í gær: 86
Samtals flettingar: 3544794
Samtals gestir: 491876
Tölur uppfærðar: 25.3.2019 04:59:07
clockhere