29.07.2014 21:06

Brúarfoss í sprenguregni 1940

Látum hugann reika 74 ár aftur í tímann. Árið er 1940 fyrsta heila ár WW 2 þá birtist  viðtal  í Sjómanninum  3 tbl 1940. Viðtalið var við ónefndan sjómann á ES Brúarfossi Og er færslan byggð í meginatriðum á þessu viðtali:"Þetta var lang versta ferðin okkar og tvimælalaust sú hættumesta, segir skipverjinn. Það tekur töluverðan tíma að átta sig á þvi, að við skulum vera komnir heim í friðinn og rólegheitin, sem þó eru með öðrum svip en verið hefir.Ferðin út gekk ágætlega og að koman til Liverpool var alveg eins og á friðartimum, að þvi undanskildu,að nú gaf að lita öðru hverju herskip og flugvélar, sem þó i engu létu sig skifta, að því er virtist, ferðalag þessarar litlu,íslenzku fleytu.

BRÚARFOSS I


                                                                                                                                         © photoship


En Adam var ekki lengi í Paradís. Eftir að okkur hafði tekisl að komasl klakklaust fram hjá ósýnilegum kafhátum, tundurduflum og flugvélum og komið var heilu og höldnu í höfn í Liverpool,byrjaði sá ægilegasti hildarleikur, sem ég býst við að nokkru sinni hafi fyrir augu og eyru íslenzkra sjómanna borið. Við höfðum ekki staðið við nema í einn sólarhring, er þessi djöflagangur byrjaði.Loftið virtist þrungið af öllum þeim óhljóðum, sem hægt er að framkalla, samfara sífeldri skolhríð og eldglæringum og ljóshlossum, er allt virtist Kvöldið eftir fyrstu loftárásina á Liverpool,heyrðum við um horð í Brúarfossi í útvarpinu frá Kaupmannahöfn, að sagt var frá miklum skemdum og ægilegu tjóni, sem árás þessi hefði valdið á Liverpool, einkum höfninni. En þetta var með öllu tilhæfulaust, þó merkilegt megi teljast. Engar skemmdir urðu á hafnarmannvirkjum, en smávægilegar skemmdir á húsum, að þvi er best varð séð og okkur var sagl. Okkur varð hugsað heim til vandamannanna, ef slíkar fréltir bærust þeim einnig gegnum íslenska útvarpið. Og við sáum í
anda kviðafulla og dapra kyrrð færast yfir heimilislíf og aðslandendur okkar heima.

BRÚARFOSS I


                                                                                          © Coll. R.Cox Sea the ships


En við því var ekkert að gera slíkt er hlutskipti aðstandenda þeirra sjómanna, er nú sigla til ófriðarlanda.Næstu nætur og daga voru gerðar ailmargar loftárásir á borgina. Við dvöldum alls í 27 daga á höfninni; alla þessa daga og á næturnar lika voru loftárásrmerki gefin. Árásarmerkin voru að minnsta kosti tvisvar til þrisvar á dag að tveim dögum undanskildum  Aðalárásirnar voru gerðar að nóttu til. Sáum við glögglega kúlnaregnið frá loftvarnar byssunum og ótölulegan grúa byssusprengja  ásamt þeim mynda samfellda hringi i loftinu. Þegar þessi ófögnuður allur stóð yfir, var ekki um annað að gera en halda sig undir þiljum, því við og við lentu kúlnabrot á skipinu og lenti eitt þeirra í kassa á brúnni, er liggur utan um stýrisleiðsluna og sat þar fast.


Sigurður Gíslason (1890-1978) gæti hafa verið skipstjóri á  BRÚARFOSSI I umrædda ferð. Því hann var þar fastur 1 stm og með skipið lungan úr árinu 1940. Tók svo við því í des 1940 þegar Júlíus Teitur hætti alfarið með það. Sigurður stjórnaði svo skipinu fram í febr 1941 að Jón Eiríksson tók við þvíÖnnur lentu á spili og víðar um skipið. Hvert þessara brota hefði hæglega drepið mann eða stórsært, ef það hefði lenti á honum. Ég þarf þvi ekki að taka það fram, að meðan loflárásirnar slóðu yfir, hætti öll vinna og menn forðuðu sér. Á nóltinni reyndist erfitt með svefn þvi náttmyrkrið er aðalvörn óvinaflugvélanna. Þá demba þær yfir borgirnar, ef þær geta, hinum hvæsandi sprengjum sem þannig eru útbúnar, að á leiðinni niður til jarðar láta þær frá sér alls konar öskur, en springa svo, er til jarðar kemur sumar þó eftir misjafnlega langan tíma og valda miklum eyðileggingum. Þá eru eldsprengjurnar. Þær lýsa upp umhverfið þar sem þær fara um og valda eldsvoða, ef ekki tekst að slökkva i þeim á augabragði. Ein slík eldsprengja féll niður að nóttu til á að giska 50 metra frá okkur.

Hluti af höfninni LiverpoolSkipverjar á skipi, er þar var nær, réðu niðurlögum hennar á um tíu mínútum, var það rösklega að verið og varð því ekkert tjón af henni. Skömmu siðar féll sprengja á tígulsteinshús, er stóð um 100 metra frá okkur. Varð það að einni steinhrúgu, eins og gefur að skilja.Ég held að okkar hús myndu þola betur loftárásir heldur en tígulsteinshúsin, en vonandi kemur aldrei til þess, að á það reyni. Stundum, þegar mest gekk á, og okkur hafði ekki komið dúr á auga alla nóttina, þá ræddum við um það okkar á milli, að nú mundi lítið verða úr vinnu næsta dag. En er við að slikum nóttum liðnum hófum vinnu að morgni, þá gat að líta hvar sem farið var starfandi fólk eins og venjulega og mundi enginn trúa þessu, sem ekki hefir séð það sjálfur. Á daginn skruppum við stundum í land, þá einkum til að versla, kom það þá fyrir, að við urðum að leita til loftvarnabyrgja með íbúum borgarinnar. Margur skildi halda, að ósköp þessi hefðu haft þau áhrif, að fólk sæti þar hnípið með kvíðasvip en þvi fór fjarri

Eftir loftárás á höfnina í LiverpoolFólk skeggræddi þar saman um allt milli himins og jarðar rétt eins og það væri að bíða eftir strætisvagni eða járnbrautarlest. Svo þegar hættan var liðin hjá fór hver sína leið eins og gerist og allt virtist gleymt sem ollið bafði því, að farið var inn í loftvarnabyrgin. Sumir okkar fóru i bíó og hver skildi trúa því, að þar gat að líta myndir af bruna i London er stafaði frá loftárásum. Þannig var fólki sýnt, hvað í vændum getur verið. í loftárás einni leituðum við hælis í nýja stýrishúsinu okkar, sem er afleiðing síðustu samninga okkar og sem ætti að vera lögboðið á hverju skipi, svo mikið öryggi og þægindi veitir það okkur sjómönnum. Horfðum við á hvernig sprengjubrotin frá loftvarnabyssunum féllu að þvi er virtist i milljónatali til jarðar, á húsþök og skip og köstuðust þaðan aftur með miklu afli. Slafaði auðsjáanlega stórkostleg bætta af þeim.


Eftir loftárás á LiverpoolÖII forvitni, eins og t. d. okkar í stýrihúsinu  hefir hættu í för með sér, og ekki annað ráð vænna, en leita hælis og hreyfa sig hvergi á meðan hættan varir. En það er þreytandi og tekur á taugarnar, þegar ekki er og vinna verður á daginn á milli þess sem leita verður hælis undir þiljum. Við dvöldum þarna i 27 sólarhringa og af þeim var aðeins einn án loftárása. Þarf engum getum að þvi að leiða, að menn voru orðnir sáruppgefnir og svefnlausirmargir hverjir. Er ekki til of mikils mælst, að þessar ferðir lendi ekki alltaf á sömu mönnunum, heldur fari menn á víxl, því enn sem komið er, eru engar ferðir líkar þeim, sem hér hefir verið lýst. Öll skynsemi mælir með því, að skiftst sé á um að fara slíkar ferðir meðan óhjákvæmilegt er að fara þær, því heilsutjón biður þeirra, sem  að staðaldri standa í slíkum ferðum, þó ekkert óvænt komi fyrir og þá ekki síður heilsutjón fyrir aðstandendur þeirra, er lifa í stöðugum ótta heima" Þetta var meginefni greinarinnar

Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 101
Gestir í dag: 19
Flettingar í gær: 469
Gestir í gær: 84
Samtals flettingar: 3633302
Samtals gestir: 504392
Tölur uppfærðar: 20.7.2019 02:40:25
clockhere