29.11.2012 23:20

Hvassafell I

Hvassafellið sem var nr 1 hjá Skipadeild SÍS með því nafni var skip no 2 með þessu nafni hjá þeim Samvinnumönnum en Hvassafell I strandaði í júni 1941. Svona er sagt frá því í blöðunum Gufuskipið "Hvassafell" strandar. Laust eftir hádegi miðvikudaginn 18. Júní strandaði gufuskipið "Hvassafell" á svonefndu Gvendarnesi,en það er á milli Fáskrúðsfjarðar og Stöðvarfjarðar.

Svona segir dagblaðið Dagur frá strandinu 26 júni 1941 
Hægviðri 
var á, nokkur sjógangur og mikil þoka, er strandið vildi til. Skipið var fullfermt af ísfiski. Kom skjótt sjór í það, en skipverjar björguðust allir í land, án þess að saka nokkuð. Daginn eftir gerði hvassviðri og sjógang og jókst sjórinn þá mjög í því, svo að líkur fyrir björgun skipsins urðu mjög litlar. Útgerðarfélag K. E. A. á Akureyri keypti "Hvassafell" hingað til lands frá Svíþjóð árið 1937, og hefir það átt það síðan og gcrt það út. Skipið var 212 rúml.brúttó, smíðað í Englandi árið 1907. Svo hljóðaði fréttin Ég komst að því að fyrra nafn hefði verið Urania Ég fór á stúfana að leita að myndim af skipinu.út frá því. Og fann það skip sem hér sést að neðan Og birti hana sem mynd af Hvassafelli En svo bregðast krosstré sem önnur. Og svo núna þegar ég ætlaði á skrifa um Hvassafell I gat ég hvergi fundið myndina. Og þurfti að byrja leit á byrjunarreit. Og við nánari athugun sá ég að nöfnin pössuðu en rak svo augun í einkennisstafina EA 601 í einu blaði þess tíma

Flutningaskipið URANIA sem ég hélt að væri Hvassafell I en svo var ekki


                                                                    © Handels- og Søfartsmuseets.dk

Nú þá var bara að fletta upp í Jóni "Bóló" og viti menn þarna var skipið fv togari Hvassafell EA 601. Ég fann svo upplýsingar sem smellpössuðu á enskri togarasíðu. Skipið var byggt hjá Dundee Shipbuilding.& co Dundee 1907 Sem Urania M217 fyrir aðila í Milford Það mældist 64.0 ts 141.0 dwt. Loa 36.50 m brd: 6.50 m 1914 er skipið endurmælt og mældist nú 187.0 ts 212.0 dwt Sama ár er skipið selt til Ayr heldur nafni en fær AR1 sem einkennisstafi 1922 er skipið selt til Hull heldur nafni en fær einkennisstafi H519 Skipið er selt til Svíþjóðar (Gautaborgar) og þaðan kaupa svo KEA-menn skipið 1937. Svona getur maður tekið rangan pól í hæðina. Ég hreinlega gat ekki heimfært breskan togara upp á svía og ekkert meir hugsað um málið þessvegna þessi misskilningur

Togarinn HVASSAFELL ex URANIA. Hið rétta Hvassafell I


                                           Skannað úr bók Jóns Björnssonar Ísl skip © ókunnur
Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 71
Gestir í dag: 21
Flettingar í gær: 195
Gestir í gær: 65
Samtals flettingar: 3880334
Samtals gestir: 532783
Tölur uppfærðar: 4.6.2020 05:13:00
clockhere