08.12.2011 14:03

WW2 á N-Atlantshafi 1941 III

Síðast í þessari upprifjun er Pétursey.

SvæðiðÚr Bókinni Virkið i Norðri

Mennirnir


Úr Sjómannablaðinu Víking

Skipið lagði af stað frá Vestmannaeyjum þ 10 mars 1941 með fullfermi af ísfiski áleiðis til Fleetwood. En þar hafði skip haf viðkomu frá Ísafirði, Einhver deila kom upp við vélstjóra skipsins

PéturseyÚr safni Jóns Björnsson

Urðu þeir þar eftir er aðrir ráðnir í staðinn, Síðan skeður það að vélskipið Dóra frá Hafnarfirði mætir skipinu 300 sml S-af Vestmannaeyjum og var þá ekkert að hjá því. Síðan fréttist ekkert af skipinu. Það er svo ekki fyrr en 3 sept að vélbáturinn Svanur frá Keflavík finnur fleka á reki 18 smj út af Garðskaga.

 Dóra þarna SUÚr safni Jóns Björnssonar


Kom í ljós að þetta var þakið á stýrishúsi  Péturseyjar. Greinileg merki eftir skot og sprengikúlur voru á flekanum. Tók þessi fundur af öll tvímæli um örlög skipsins. þetta segir "uboat.net um þau:"  At 18.05 hours on 12 Mar, 1941, U37 opened fire with the deck gun and the 37mm AA gun from a great distance at the Pétursey (Master Þorsteinn Magnússon) south of Iceland, but first missed her many times, giving the crew time to abandon ship.

Svanur frá Keflavík


Úr safni Jóns Björnsson

After some heavy hits they went closer, saw the Icelandic flag painted on the side of the vessel and immediately ceased fire, but the trawler soon sank. The U-boat had observed how the crew abandoned ship, but they were never seen again."

Kapitänleutnant Nicolai Clausen foringi á U -37

         © Uboat.net


Ég vona að engin taki orð mín þannig að ég sé beint að afsaka gerðir þjóðverjanna. Þó ég bendi á að þessir menn hafi talið sig vinna til heilla sinni þjóð alveg eins og okkar menn voru að vinna okkar. Og þeir sem sendu þessa menn til þessara óhæfuverka hlífðu ekki þeim sem þeir dæmdu huglausa.
Ég er ekki að rifja þetta upp til að gera þýsku kafbátaforingina að einhverjum hetjum. Heldur að minna á að það eru rúmir sjö áratugir síðan að þessir atburðir gerðust.   Og minna á okkar "hetjur" sem óvarðir féllu fyrir grimmdaræði stríðsins.  Við megum aldrei gleyma þessum atburðum þó sorglegir séu. Við meigum aldrei gleyma mikilvægi sjómanna fyrir okkur sem eyþjóðOg þessi slóð:"uboat.net " hefur líka sannað að eldgamlar sögsagnir um að bretar sjálfir hafi t.d sökkt þessum þremur skipum á ekki vð nein rök að styðjast.  Ég man að sumir menn  sem ég sigldi með grunaði það. Ég sigldi t.d. með tveim úr skipshöfn Fróða en þeir vildu aldrei tala um þetta
Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 242
Gestir í dag: 47
Flettingar í gær: 445
Gestir í gær: 101
Samtals flettingar: 3635359
Samtals gestir: 504773
Tölur uppfærðar: 24.7.2019 03:19:04
clockhere