29.11.2009 14:21

Gestir

Fyrri gesturinn í Eyjum í dag er þetta glæsilaga frystiskip sem er hingað komið til að taka frosna síld úr öðru glæsilegu skipi sem er héðan úr Eyjum.Huginn Það yrði til að æra óstöðugan á birta hér mynd af því mikla skipi en það er aldrei of oft rifjuð upp saga þeirrar útgerðar. Hvernin Guðmundur Ingi sem byrjaði með 65 ts"trépung"og synir hans með sínum hörkudugnaði hafa byggt hana upp.Engir útrásar eða þy... ja eða þannig,stælar á því dæmi.En að stærra frystiskipinu aftur Skipi heitir Silver Copenhagen,Er undir NIS fána og því skráð í Bergen, Það er byggt hjá Aahus Flydedock í Århus 1998 Sem Centaur.Skipið mælist 3817 ts 4230 dwt.Loa:98.0 m.brd: 16,0 m.Næsta nafn skipsins var Frio London og núverandi sem sagt Silver Copenhagen


Hinn gesturinn er nær 11 árum yngri.Hann heitir Caroline Theresa.Alltaf betra að hafa kvenkynið yngra.(engin feministi les síðuna svo það er allt í lagi að segja svona.En ég myndi grjóthalda kjaf.. ef einhver slíkur væri í námd) En að alvörunni aftur.Skipið var byggt hjá Nantong Mingde Shipsyard við Yangtze River í Kína 2009.Skipið mældist 5706 ts.8241.dwt Loa:101.4 m Brd: 19.1 m.Eins og sjá má er ljósmyndarinn engin snillingur í myndatöku og hreinlega saknar ferköntuðu Kodak kassana eins og hann fékk í fermingargjöf en stampaði svo ja ekki meir um það,nokkrum árum seinna og fékk aldrei til bakaHérna er hún í smíðum ásamt 3 systrum


 Brúin er ekki dónaleg.Þessar 2 myndir eru af heimasíðu Yardsins
Flettingar í dag: 103
Gestir í dag: 20
Flettingar í gær: 936
Gestir í gær: 101
Samtals flettingar: 3541915
Samtals gestir: 491473
Tölur uppfærðar: 21.3.2019 01:38:22
clockhere