19.10.2009 22:24

Dronning Alexandrine


                                         Dronning Alexanrine
Drottningin var aðal keppinautur Gullfoss í Danmerkursiglingum. Ef ég er ekki að bulla þess meir var hún í Reykjavík í þeirri viku sem Gullfoss var ekki. Skipið var byggt Hjá Helsingörs Jernskibs og Maskinbyggeri 1927 fyrir DFDS A/S í Kaupmannahöfn.Skipið var 1854 ts.1495 dwt Loa 80.5 m brd 11.9 Farþegafj 153. Byrjaði Íslands og Færeyjasiglingar í júni 1927.10-01-1931 strandaði skipið við Höganäs. Dregin af strandstað sama dag.Og hóf aftur Íslandferðir eftir viðgerð. Því var lagt 01-11-1939 í Kaupmannahöfn vegna styrjaldarátaka.19-06-1944 tók Þýski sjóherinn skipið í sína þjónustu og skírði það Alex.Notaði það sem bækistöð sjóhersins m.a í Stettin.Í janúar 1945 fær skipið nafnið Lome.og er notað sem skotskýfa við tundurskeytaæfingar.06-08-1945 yfirtekur DFDS skipið aftur og setur það í dokk í Helsingörs Varv til viðgerðar Og síðast á árinu 1945 byrjar skipið aftur á sinni gömlu rútu.Sem hún svo þjónaði í næstu 20 ár. Eða til 03-03-1965 að hún kom úr sinni síðustu ferð eftir að hafa verið í Íslandsferðum í 32 ár samanlagt.Hún var dregin út frá Kaupmannahöfn 31-05-1965 til Hamborgar þar sem hún í framhaldinu var rifin. Manni fannst það sjónarsviftir að missa Drottninguna alveg úr hafnarmyndinni í Reykjavík.Svo var stundum falur bjór hjá þeim dönsku.Ég birti mynd af skipinu um daginn en þá hafði ég ekki vit á að rétta myndina. En á myndinni þannig,var eins og skipið væri á leið upp í himininn. Svona er myndin mun betri

Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 450
Gestir í dag: 54
Flettingar í gær: 6117
Gestir í gær: 267
Samtals flettingar: 196660
Samtals gestir: 8465
Tölur uppfærðar: 15.3.2025 03:16:08
clockhere