08.11.2009 16:50

Brúarfoss II

Skipið var smíðað hjá Ålborg Værft A/S í Ålborg Danmörk 1960 fyrir Eimskipafélag Íslands.Það mældist 2337 ts 3460.dwt.Loa:102.3 m.Brd: 15.8m.Eimskip selur skipið 1980 til Panama.Það heldur nafninu. 1984 er það selt til Nova Scotia og fær nafnið Horizon. 1986 nafni breitt í Willem Reefer. 1987 í Triton Trader.1989 í Global Trader. 1990 í Triton Trader.aftur Þ.15/12 1987 þegar skipið var statt 300 sml SA frá Halifax á leið frá New London til Ashdod kastast farmurinn til í skipinu og yfirgaf skipshöfnin það. Það var svo dregið inn til Shelburne NS með 30°halla. Komið var þangað á afangadagskvöld. Þ 26-04-1990 er svo lagt af stað með skipið í togi til Indlands, Það var svo rifið í Alang í ágúst 1990. Efri myndina tók vinur minn Tryggvi Sigurðsson á páskadag 1977 af skipinu við bryggju í Cambridge.USA Neðri myndin er tekin af  Mac Mackay í Halifax 18-05-1976. Mér þótti þetta skip og systurskip þess Selfoss alltaf þau fallegustu sem um höfin silgdu



Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 929
Gestir í dag: 327
Flettingar í gær: 6117
Gestir í gær: 267
Samtals flettingar: 197139
Samtals gestir: 8738
Tölur uppfærðar: 15.3.2025 16:49:41
clockhere