10.11.2009 17:12
Söguleg skip
Í framhaldi af athugasemdunum við Brúarfoss (sem ég svara seinna) koma þessi skip upp í hugann Bergfalk var byggt hjá Neptun VEB í Rostock Þýskalandi 1970. Fyrir Falckship A/S Nord Transport ,Strandheim í Bremen.Skipið mældist 3066 ts.4370 dwt.Loa: 104.1.m brd: 14.6 m. 1973 er skipið sett undir Singapore fána.1975 kaupa Maritime Coastal Containers Ltd Halifax það.1976 kaupa Íslensk kaupskip Ltd Singapore skipið og skíra Berglind.Eimskip kaupa svo félagið 1980.Skipið heldur nafni.
Charm var byggt hjá Svendborg Skipsværf Svenborg fyrir Mortesen og Lange 1978.Skipið mældist 1599 ts,3860.dwt.Loa:94.2 m.brd 15,4m. 1982 kaupir Skipafélagið Víkur (Finnbogi Keld) skipið og skírir Keflavík Eimskip kaupa skipið 1989 og skíra Írafoss,Eimskip selur svo skipið 1997 til Noregs og er það skírt Aasfjord. Nú langar mig að vita hvað tengir þessi skip saman og hvaða tenging er við annað skipið og Brúarfoss II