15.11.2009 12:37

Lagarfoss II

Skipið var smíðað fyrir Eimskipafélag Íslands 1949. Það mældist 2923 ts 2700 dwt.Loa 94.7 m brd 14,1 m..Skipið var 3ja skipið í röð 3ja skipa sem Eimskipafélagið lét smíða hjá Burmeister & Wain í Kaupmannahöfn.Eimskip hafði byrjað að huga að stækkun flotans upp úr 1930 Með byggingu nýs farþegaskips og 1 flutningaskips. Létu teikna þessi skip..Þessar áformanir fóru út um þúfur vegna ástandsins í Evrópu og stríðsins,En strax 1945 var samið við danina um smíði 2ja vöruflutningaskipa með farþega rými og 1 farþegaskips,Og voru gömlu teikningarnar að ég held notaðar allavega að einhverju marki. Síðan var 3ja flutningaskipinu Lagarfossi bætt við. Eimskip seldi skipið 1977 til Kurnia Sg Singapore og fékk nafnið East Cape. Það var svo selt til  Hoe Hoe Sg Co í Honduras 1980 og skírt Hoe Aik og eftir þeim gögnum sem ég hef hefur það verið í notkun til 2002

Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 6071
Gestir í dag: 265
Flettingar í gær: 0
Gestir í gær: 0
Samtals flettingar: 196164
Samtals gestir: 8409
Tölur uppfærðar: 14.3.2025 23:54:53
clockhere