25.11.2009 14:38
Lagarfosss I II III og IV
Lagarfoss I var smíðaður fyrir norska aðila H.Klær & co, hjá Nylands Værft í Kristjaníu (Osló?) Skipið var skírt Profit 1126 ts loa:68,6 m brd 10.3.m..Eimskip kaupa skipið 1917 og skíra Lagarfoss.1920 var skipið eiginlega endurbyggt og mældist þá 1211 ts 1600 ts dwt,Skipið var rifið í Kaupmannahöfn 1949
Skipið var smíðað fyrir Eimskipafélag Íslands 1949. Það mældist 2923 ts 2700 dwt.Loa 94.7 m brd 14,1 m..Skipið var 3ja skipið í röð 3ja skipa sem Eimskipafélagið lét smíða hjá Burmeister & Wain í Kaupmannahöfn.Eimskip hafði byrjað að huga að stækkun flotans upp úr 1930 Með byggingu nýs farþegaskips og 1 flutningaskips. Létu teikna þessi skip..Þessar áformanir fóru út um þúfur vegna ástandsins í Evrópu og stríðsins,En strax 1945 var samið við danina um smíði 2ja vöruflutningaskipa með farþega rými og 1 farþegaskips,Og voru gömlu teikningarnar að ég held notaðar allavega að einhverju marki. Síðan var 3ja flutningaskipinu Lagarfossi bætt við. Eimskip seldi skipið 1977 til Kurnia Sg Singapore og fékk nafnið East Cape. Það var svo selt til Hoe Hoe Sg Co í Honduras 1980 og skírt Hoe Aik og eftir þeim gögnum sem ég hef hefur það verið í notkun til 2002
Lagarfoss II sem Hoe Aik
Lagarfoss III var smíðaður hjá Frederhavns Værft A/S Frederikshavn fyrir Mercandia Rederiene (Per Henriksen) og fær nafnið Mercandian Importer.Það mældist 1599 ts 2999 dwt. Loa:78,5m brd 13.1 m.Eimskip kaupir skipið 1977.Var það síðasta af 4 systurskipum sem Eimskip keypti af Mercandia.. Eimskip selja skipið 1982 til Kýpur og hlaut það nafnið Rio Tejo. Þ. 28-02-1987 verður mikil sprenging í vélarúmi skipsins.Það var þá statt 55 sjm.SSV af Nouadhibou Máritaríu. Skipið var svo dregið til Brugge Belgíu og rifið þar í maí 1987
Lagarfoss IV var smíðaður hjá JJ Sietas KG Neuenfelde Þýskalandi fyrir þesslenskan aðila og hlaut nafnið John Wuff.Það mældist:1599.ts 3806 dwt. Loa:93.5, m Brd: 14,5 m. Eimskip kaupa skipið 1982 og skíra Lagarfoss.Eimskip selja skipið 1996 og fær það nafnið Cita, Því hlekkist á og það ferst við Isles of Scilly 26-03-1997.
Endalok Lagarfoss IV