15.12.2009 12:59
Gamlir en góðir
Fyrst er þetta laglega skip sem var byggt hjá Lindenau GmbH,Schiffsvert & Maschinefabrik.Sem Sioux Skipið mældist:886 ts.Loa:6118.m Brd:9.84.m.Skipadeild SÍS kaupir skipið 1971. Það selur svo skipið 1982 Þyrli h/f ( Sigurður Markússon skipstj.)í Reykjavík og fær það nafnið Þyrill Skipið svo selt Olíuskipum h/f í Reykjavík 1984 og fær skipið nafnið Vaka.Seinna það ár var skipinu lagt það það svo selt úr landi1990 ? Þar fær það eftritalin nöfn1990:Tarina 1997 Ramona og 1999 Halmia. @ Hawkey01 Shipsnostalgia
Næsta skip er frystiskipið Skaftafell Það var smíðað fyrir Skipadeild SÍS í Büsumer Schiffswerft , Büsum í Þýskalandi 1971.Það mældist 1416.ts.1740.dwt. Loa:76.20.m brd:12.40.m Skipið var aðallega í Ameríkuflutningum með frosið. SÍS selur skipið 1988 og fær það nafnið Shun Sang No 8.1992 fær skipið nafnið Vasco°Reefer og 1995 Img.5 @ Ingrid Mohr
Þetta skip Hvassafell var líka smíðað fyrir Skipadeild SÍS í Büsumer Schiffswerft , Büsum í Þýskalandi 1971.Það mældist 1759 ts.2613.dwt Loa:89.20 m.Brd:13.40m.Skipið lenti í miklum hremmingum 1975.Þær byrjuðu 19 jan þegar skipið strandaði við Orrengrundeyju í innsiglingunni inn til Kotka.Skipið náðist stórskemmt út og dregið til Kiel Þar sem gert var við það.Í fyrstu ferðinni aftur til Íslands eða þ 7 mars strandar skipið aftur og nú í Flatey á Skjálfanda Aftur náðist skipið út og aftur dregið til Kiel.Og sögðu "gárungarnir" að þar væri tilbúinn varabotn til að ná til í framtíðinni ef ílla færi einusinni enn.SÍS selur skipið 1987 og það fær nafnið Rainbow Omega.Síðan þessi nöfn: Tmp Libra. 1996.:Sara.1999:Congratulation 2001 Mirage 2004 Joyce.
@ Büsumer Schiffswerft
@ Hawkey01 Shipsnostalgia