17.12.2009 17:54

Eldri "góðborgarar"


Þessi skip hafa öll verið í þjónustu við landið.Eitt byggt fyrir okkur .Að 1 undanskyldum flögguðu þau öll íslenskum fána Efsta skipið er skip sem byggt var hjá Aarhus Shipsyard Århus Danmörk 1967 sem Lena Nielsen.Það mældist 499.ts.2165 dwt.Loa:70.40 m brd:11.50 m.Skipadeild SÍS kaupir skipið 1973 og skírir Dísarfell (2) Þeir selja skipið 1984 og það siglir svo undir eftirfarandi nöfnum:1984 Pelias.1988 Peppy. 1993 Daniella B. 2002 Sofastar. 2004 Flaurinenda


           @ Duncan Montgomeri Shipsnostalgia


Næst er svo Goðafoss IV sem byggður var hjá Aalborg Værft í Ålaborg í Danmörk 1970 fyrir Eimskip Skipið mældist: 2953 ts. 4480 dwt.Loa:95,6 m brd:14.50.m.Skipið er selt (eða flutt milli fyrirtækja ?).1989.og fær nafnið Atlantic Frost og 1991 Sea Reefer. Skipið rekur á land við innsiglinguna inn til Peterhead 22-08-1892.Og verður þar til Ég tók þessa mynd sem ég setti nú inn af skipinum á Miðjarðarhafi 1989
                                      @Ólafur Ragnarsson

                              @ Jim Pottinger

Næsta skip var byggt hjá Myklebust Gursken í Noregi. Sem Fjord.1976.Það mælist 499.ts 1200.dwt.Loa:69.60 m 14.50. m OK skipafélag (Bjössi Haralds og fl) Hafnarfirði kaupa skipið 1986 og skíra Ísberg.Eimskip kaupa það svo 1990 og skíra Stuðlafoss.Það er svo selt 1992 og skírt  Ice Bird síðan nöfnin: 1995 Sfinx 1997 Fjord og 2002 Baltic Fjord. Þann 04-07-2006 þegar skipið var í drydock í Tallinn braust út mikill eldur út í því og var það rifið í Tallinn upp úr því

                         @ Jim Pottinger



Svo er það þessi sem enginn gat uppá Þetta skip var byggt hjá Tronderværftet í Hommelvik Noregi 1976 sem Tananger það mældist: 469,o ts.1000.0.dwt.Loa:62.80.m. brd:12.50m.1982 er skipið lengt og mælist þá 611 ts 1640.dwt.Loa:77.30.m brd:12.50m.Skipið var í tímaleigu hjá Ríkisskip haustið 1989 og fram á árið 1990 meðan Hekla var til viðgerðar eftir að skipinu hlekktist á haustið 1989..1990 fær skipið nafnið Pomor Murman. 1994 nafnið Polar Trader og 2000 nafnið Avantis II

                  @ Jim Pottinger
 

Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 105
Gestir í dag: 10
Flettingar í gær: 6117
Gestir í gær: 267
Samtals flettingar: 196315
Samtals gestir: 8421
Tölur uppfærðar: 15.3.2025 00:17:16
clockhere