19.12.2009 17:41
Oliuskip
Hér eru nokkur virkilega,þess tíma mikilvæg skip fyrir landsbyggðina olíuflutningaskipin. Fyrst er það Kyndill I Hann var byggður hjá Pettje Shipyard Waterhuizen Hollandi 1955 fyrir Shell á Íslandi.Það mældist 778.0 ts.969.0 dwt Loa:60.30.m brd:10.0 m Skipið var selt til Englands(Effluents Svcs) 1974 og fær nafnið Thirlmere.Eftir mínum heimildum var skipið rifið í Milford Haven 1988 @ photoship
Næst er það svo Þyrill ex Litlafell.Ég lýsti því skipi um daginn En hér er skipið undir nafninu Þyrill Myndin af skipinu var tekin í Amsterdam on 05- 04.1983, @ Graham Moore.
Næsta skip er svo Kyndill II sem var byggður hjá Frederikshavn Værft Frederikshavn Danmörk. sem Gerda Brodsgaard 1968. Skipið mældist 499.0 ts 1221.0 dwt. Loa:60,63.m brd: 10.22.m Olíufélagið Skeljungur h/f og Olíuverslun Íslands h/f kaupa skipið 1974. 1985 er nafni skipsin breitt í Kyndil II Skipið var selt til Englands 1986.Hvað varð um það eftir það, veit ég satt að segja ekki en vona að einhver dragi mig að landi hvað það varðar.
@ photoship
Svo er það Kyndill III sem var byggður sem Torafjord 1982 hjá Skaalurens Værft í Rosendal Noregi. Það mældist 1198.0.ts.2500. dwt. Loa:80,90 m brd:13.0 m. Sömu aðilar sem áttu Kyndil II keyptu skipið 1985 og skírðu Kyndil. Skipið var svo selt 2002 og fékk það nafnið Frigg og siglir nú undir Maltaflaggi.
@Óli R
Hér sem Frigg og undir Maltaflaggi
@Manfred Faude