05.01.2010 23:11

Gamlir SÍS-arar

Fremstur meðal jafninga er hið (að mínum dómi) fallega skip Arnarfell I.Ég hef rakið sögu þess áður hér á síðunni.
@ Malcom Cranfield  Shipsnostalgia

Svo er það "supertankarinn" Hamrafell. Sem skipadeild SÍS keypti notað 1956. Skipið var byggt hjá Deutsche Værft Finkenwarde Þýskalandi 1952  fyrir M. Mosvold í Noregi Hlaut nafnið Mostank.Það mældist 11349 ts, 16730 dwt. Loa: 167.40.m brd  20.80.m.SÍS kaupir skipið sem áður var sagt 1956.Ég man hvað maður leit upp til þeirra Jóns Dan, Einars Eggerts og Lalla Gunnólfs og þessara kalla sem maður kannaðist við úr áhöfninni sem oftar er ekki"slæddust" um borð í Akraborgina.Þegar þeir komu í land af  lóðsbátunum.Ég hugsa að það sé ekki allfjarri sannleikanum þegar ég fullyrði að á fáu farskipi íslensku hafi jafn margir farmenn stigið sín 1stu spor í farmennskunni um borð.Þegar svo Rússar náðu einokun á olíuflutningunum milli landana minnkaði þörfin fyrir þessa stærð af olíuflutningaskipum Skipið var svo að lokum eingöngu í siglingum erlendis og var það síðan selt  Lajas Cia de Nav Indlandi 1966. Og fær nafnið Lajas.Það er svo selt innanlands The Shipping Corp í Bombay og fær nafnið Desh Alok Það er svo rifið í Bombay  1974


@ Malcom Cranfield  Shipsnostalgia

Að lokum fyrir félaga minn Heiðar Kristins Helgafell I Saga skipsins hefur verið rakin áður hér á síðunni.

@ Malcom Cranfield  Shipsnostalgia



@ Malcom Cranfield  Shipsnostalgia

Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 5910
Gestir í dag: 259
Flettingar í gær: 0
Gestir í gær: 0
Samtals flettingar: 196003
Samtals gestir: 8403
Tölur uppfærðar: 14.3.2025 23:33:52
clockhere