06.01.2010 17:54

Sannleikurinn um Ísnes.I

Harðir diskar í tölvum og heilar í mannhausnum eiga margt sameiginlegt.T.d.þetta með aldurinn. Þetta bitnaði illilega á mér um daginn þegar ég birti sögu fv "Ísskips " Ísnes.Ég hafði"viðað"að mér og prentað út gögn um 2 skip með þessu nafni.


Svo fór ég að sinna einhverju öðru.Þegar ég snéri mér aftur að Ísnesi tók ég óvart röng blöð. Það væri hægt að líka þessu við að sýslumaðurinn dæmdi "króann" á rangan mann.Einn af velunnurum síðunnar Guðjón Ólafsson bentir mér á mistökin.Og nú verður að vitna í hörðu diskana og heilana Því eldri því seinvirkari. Ég hef ekki gefið mér tíma til að leiðrétta fyrr en nú. Og ég þakka Guðjóni kærlega fyrir ábendinguna.

En hérna er rétta sagan. Skipið var byggt hjá Lurssen Shifværft Vegasack Þýskalandi 1967 og fær nafnið Fritre.Skipið mældist 2831 ts. 4506 dwt Loa: 95,90.m 1973 nafni breitt í Frisnes.  Ísskip (dótturfyrirtæki Nesskip) kaupa skipið 1977 og skíra Ísnes. Skipið selt til Ítalíu 1983 og fær nafnið Alberto Dormio.1989 Ocean Wood.1992 Marina I.1999 aftur Ísnes og 1999 Fotinoula.Það virðist vera í notkun 2005
                       @ Malcom Cranfield  Shipsnostalgia

Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 5910
Gestir í dag: 259
Flettingar í gær: 0
Gestir í gær: 0
Samtals flettingar: 196003
Samtals gestir: 8403
Tölur uppfærðar: 14.3.2025 23:33:52
clockhere