10.01.2010 14:06
Hvaða skip ??
Hér eru skip sem tengast landinu á einn eða annan hátt en kannske á mismunandi hátt.Og sumt dálítið langsótt Nú spyr ég hvernig tengdust þau landinu ? Gamlir karlar ættu ekki að leggja í vana sinn að reyna að plata fólk.Og þá er að reyna að sýna iðrun.Þannig var að vinur minn danskur sendi mér þessa mynd af skipi sem hann fullyrti að hefði einusinni heitið John ex Rangá. Þetta var nátúrlega ekki rétt.En þá ætlaði ég að plata menn og láta einhvern giska á að þarna væru um eitt af fv skipum Hafskips um að ræða. Og þessvegna setti ég það inn.En enginn beit á agnið.Svo nú er maður heima með nlafandi skottið Skipið sem hér um ræðir var byggt hjá Lurssen Shipsyard í Vegesack Þýskalandi 1951 fyrir þýska aðila og hlaut nafnið Thule II Það mældist 298 ts. Loa:42.80.m brd:7.50.m Það er svo selt innanlands (Þýskalandi) 1953 og fær nafnið Thule.Aftur selt innanlands 1965 og fær nafnið Marica. 1971 er það selt til Noregs og fær nafnið Fraenafjell.Selt innanlands(Noregi) 1974 og fær þá nafnið Fraenka.Síðan gengur það kaupum og sölum innan Noregs en heldur nafni þar til það var rifið í Danmörk 2001
Næsta skip var danskt.Var smíðað hjá Nordsöværftet Ringköbing Danmörk sem Arrebo fyrir A.B Kromann 1965 Það mældist:400 ts 685.dwt. Loa: 50.0 m.brd:8.20 m.Það fær nafnið Lill 1989.Selt innanlanda 1990 og fær nafnið Lis Weber.Selt úr landi 1996 og fær nafnið Rhodos III.Ástæðan fyri veru skipsins hér er að það var í nokkuð langan tíma í mjölflutningum héðan.Ég kynntist svolítið( talstöðvar samband) skipstjóra og eiganda skipsins vegna vináttu hans og eins af dönsku skipstjórunum sem ég sigldi mikið með
@Allan Geddas Shipsnostalgia
Næsta skip var einnig danskt.Það var byggt hjá Båtservice Verft Mandal í Noregi fyrir danska aðila sem Marina Dania 1968.Það mælist: 395 ts.828 dwt Loa:55.0.m brd:9.30 m.A.B.Kromann kaupir skipið 1980 og skírir Erik Boye.Skipið strandar við Breiðdalsvík 28 júlí 1992.Upp ú því kaupa íslenskir aðilar skipið og skíra það Katla Og eins og Heiðar Kristins benti réttilega á var ýmislegt ú Víkartindi sett í skipið.Framhald sögu þess veit ég því miður ekki. @ Harma Sin
Næsta mynd er sett inn fyrir gamla Hofsjökulsmenn til að vita hvort þeir kannist ekki við annan manninn fram á @Allan Geddas Shipsnostalgia
Gamlir kallar ættu ekki að treysta algerlega á minnið.Eins og ég gerði hálfpartinn í þessu tilfelli.Síðasta skipið var líka danskt byggt hjá Smit.E.J.Shipsyard í Westerbroek Hollandi 1980 Fyrir Otto Danielsen í Danmörk sem Grete Danielsen.Það mældist 1367 ts 2892.dwt.Loa.83.1 m brd:14.0.m 1990 er skift um nafn yfir í Bongo Danielsen.Það er selt úr landi 2003 og fær nafnið Sea Carrier.og 2003 Brigth Star..Þegar ég fékk þessa mynd taldi ég skipið vera nákvæmt systurskip næsta skips sem ég sýni Mariane Danielsen.Og tenglsin við Ísland væru því þau að væru systurskip.En svo fékk ég þá myns sem ég birti hér og sýnir hina einu og sönnu Mariane Danielsen sem strandaði við Grindavík
@Allan Geddas Shipsnostalgia
Svo er það Mariane Danielsen.Byggt fyrir Otto Danielsen Danmörk hjá Smit.E.J Shipsyard í Westerbroek Hollandi 1977. Skipið mældist 1140 ts 2585 dwt.Loa:79.20.m brd :13.10.m.Skipið strandar við Grindavík 20 jan 1989.Og nú reynir á minnið.Mig minnir að Finnbogi Kjeld hafi keypt skipið á strandstað og náð því út.En allavega fær það nafnið Sun Trader 1989 og 1990 nafnið Maylin frekari sögu kann ég ekki @Rick Cox