15.01.2010 21:37

Hvaða skip????

Ég ætla að gera eina tilraun enn til að hleypa einhverju lífi í þessa síðu Öll þessi skip flögguðu íslenskt nema 1 En hvaða skip eru þetta?? Efsta skipið heitir þarna Claciar Azul Skipið var byggt hjá Astan shipsyard El Ferrol Spáni 1964 Og fékk fyrrgreint nafnÞað mældist 1505.ts 1721 dwt.Loa:76,50.m brd:11,50.m.Pólarskip á Hvamstanga ( Bjössi Haralds og fl) kaupa skipið sem notað var til saltfiskflutninga enda var skipið kæliskip..Skipið strandaði við Vopnafjörð 02-10-1981 og ónýttist

 

 


                                             @Rick Cox
Næst er það skip sem var smíðað var í Neptun VEB í Rostock A- Þýskalandi 1970 Hlaut skipið Samba.Það mælist 3054.0 ts 4410.0 dwt.°Loa:102.90 m.brd: 14.60.m.1972 er nafni breitt í Mambo Skipafélagið Víkur (Finnbogi Kjeld og fl) í Reykjavík kaupir skipið 1975 og skírir Hvalvík. !988 yfirtekur? Nesskip skipið og fær það nafnið Hvalsnes. 1993 fær skipið nafnið Linz Frekari 0rl0g veit ég ekki.



                                  @Rick Cox

Næst er skip sem smíðað var hjá Frederikshavn Skipsværft í Frederikshavn Danmörk 1971 fyrir P.Henriksen, sem Merc Australia Skipið mældist 499 ts ts.1372.0, dwt.Loa:76.60.m brd:12,30.m.Eimskipafélag Íslands kaupir skipið 1974 og skírir Grundarfoss.Eimskip selur skip1993 ? Þá fær það nafnið Gulf Pride 1994 Nordpol Pride 1996 Sea Wolf 2000 Taisier 2005 Shahd og siglir nú undir flaggi St.Kitts /Nevis,


                                         @Rick Cox
Næst er það skip sem var byggt 1977 hjá Sculte & Bruns í Emden Þýskalandi fyrir þýska aðila Það fær nafnið Osterems.Það mælist :2870.0.ts.4369.0 dwt.Loa: 91.0 m brd:14.60 m Eimskipafélagið Íslands kaupir það 1987 og skírir Selfoss.Það er selt úr landi 1993 og fær nafnið Gardsun 2003 nafnið Gloria Skiðið heldur því nafni enn og er undir rússneskum fána 


                                             @Rick Cox
Næst er það skip sem byggt var á sama stað og síðasta skip Schulte & Bruns Emden Þýskalandi 1978 fyrir þýska aðila og fær nafnið Luhe.Það mælist 2869.0 ts 4359.0 dwt.Loa:91.10.m brd 14.60.0 m. Samskip kaupa skipið 1988 og skírir Hvassafell.Það er svo selt úr landi 1995 og fær nafnið Gardway.2003 fær það nafnið Ezzat Allah.Skipið siglir enn undir því nafni og er undir fána  Georgíu 



                     @Rick Cox
Síðast er það svo skip sem byggt var hjá Nordsöværftet Ringköbing Danmörk 1983 sem Jette Dania fyrir danska aðila Það mældist 1516.0 ts 1570 dwt. Loa:72.50,m brd:11,7 Það gengur svo undir þessum nöfnum: 1987 Shipper Most 1992 Jette Dania 1992 Lynx 1994 Louise Það til Nes h/f kaupir skipið 1995 og skírir fyrst Svan II og síða var II sleppt. Óðinn gat eiginlega upp á þessu í 1stu tilraun


                         @Rick Cox

Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 105
Gestir í dag: 10
Flettingar í gær: 6117
Gestir í gær: 267
Samtals flettingar: 196315
Samtals gestir: 8421
Tölur uppfærðar: 15.3.2025 00:17:16
clockhere