17.01.2010 19:42

Ný föt

Hérna eru 2 skip sem flögguðu íslenskt í þrennskonar "fötum"
Fyrst er það skip sem 1st hét (1957)Steendiek síðan 1963 Hvítanes, 1969 Laxfoss,1976 Sunlik.1977 Aetos 1981 Sadaroza 1985 Faisal I Það kviknaði í skipinu út af Pakistan 19-12-1986 og það rifið í Pakistan 1987 Ég var búinn að lýsa skipinu áður hér á síðunni

Hér sem Steendiek

              @ photoship


Hér sem Vatnajökull

                                          @Rick Cox



Hér sem Laxfoss
                                 @Rick Cox



Frá næsta skipi held ég að ég hafi ekki sagt frá en það var smíðað hjá Svendborg Skibsværft Svendborg Danmörk fyrir danska aðila 1978 sem Charm. það mældist 1599 ts 3860 dwt. Loa:94,20 m brd:15.40 m Skipafélagið Víkur kaupa skipið 1982 og skírir það Keflavík með heimahöfn í Vík í Mýrdal, ef mig misminnir ekki. Áður en Víkur kaupa skipið lenti það í árekstri við Berglind skip í eigu Eimskip með þeim afleiðingum að Berglind sekkur.Eimskip yfirtekur skipið 1989 og skírir það Írafoss.Skipið er selt til Noregs 1997 og skírt Aasfjord nafni sem það heldur enn

Hér er skipið sem Charm



Hér sem Keflavík


                                            @Rick Cox



Hér sem Írafoss
                                    @Rick Cox

               
                                            @Rick Cox


Hér sem Aasfjord

                                       @ humbertug
Skipinu hefur brugðið fyrir í hinum þrælgóðu(að mínu mati) lögguþáttum Taggart

Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 105
Gestir í dag: 10
Flettingar í gær: 6117
Gestir í gær: 267
Samtals flettingar: 196315
Samtals gestir: 8421
Tölur uppfærðar: 15.3.2025 00:17:16
clockhere