17.01.2010 23:08
Hver var þetta????
Hér er skip sem flaggaði íslenskat Hvaða skip er þetta??? Þetta er Susanne Reith hið fræga skip.Skipið er byggt hjá Hagelstein Travemunde Þýskalandi 1958 fyrir þýska aðila.Það mældist 999.0 ts 1690 dwt.Loa:71.70 m brd 10.90.Skipið strandar á skeri við Raufarhöfn 1965, Kristinn í Björgun nær skipinu af skerinu á sögulegan hátt.Hann hreinlega skar skrokkinn í sundur og dró svo hvorn hlutan fyrir sig sitt hvoru megin af skerinu. Dró svo partana upp í fjöru og sauð þá saman á ný Eftir slipptöku í Reykjavík var skipinu siglt til Skotlands þar sem fullnaðarviðgerð var framkvæmd.Og þá voru bómurnar teknar af og krani settur í staðinn.Kristinn keypti skipið á strandstað og skírði það Grjótey.Skipið var aðallega notað til efnisflutninga auk þess sem það var leigt til vöruflutninga.Fór m.a til Bíafra. Finnbogi Keld og fl kaupa skipið 1970 og skíra Eldvík, Það er selt úr landi 1975 og fær nafnið Sunray.1979 Leon.1980 Nika 1990 Royal Star II.Skipið siglir enn undir því nafni og er undir grískum fána

Og hér undir nafninu Nika


@humbertug
Og hér undir nafninu Nika
@Rick Cox
@Rick Cox
Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 105
Gestir í dag: 10
Flettingar í gær: 6117
Gestir í gær: 267
Samtals flettingar: 196315
Samtals gestir: 8421
Tölur uppfærðar: 15.3.2025 00:17:16