21.01.2010 03:29

"messa ögn meira"

Ég verð að játa að ekki bjóst ég við að fá nein viðbrögð við þessari "uppsögn"minni. Og ég þakka kærlega fyrir athugasemdir ,rafpóst og jafnvel símtöl sem ég fékk í hvatningar skyni til að halda áfram hér þar sem frá var horfið. Eins og vinur minn Heiðar bendir á fer sól hækkandi og vor í lofti.Þessvega á maður ekki að láta klemmdar taugar og ónýta öxl "pirra" sig.Og þó ég hugsi oft eins og KN þegar hann sagði"Af langri reynslu lífsins,lært það ég hef/ að láta drottinn ráða þegar ég sef/ En þegar ég vaki vil ég sjálfur ráða/ og helst ráða fyrir báða/ Þ.e.a.s að það gengur ekki allt eftir sem maður ætlar.. En hvað um það ég á nokkuð efni óbirt og mun halda hér áfram.Og nú er bara að halda"andlitinu" og ég segi eins og hinn aldni sveitaprestur sem eftirfarandi saga segir frá:"Presti þótti gott í staupinu. Svo var það einhverju sinni , hvort léleg kirkjusókn þenna dag var um að kenna eða hvað þá strunsar hann út í miðri messu, Leið nú smá stund en þá fer´meðhjálparinn út að gá að honum.Kemur hann að presti undir kirkjuvegg þar sem hann er að staupa sig úr pela.Meðhjálparinn spyr nú prest hvort hann ætli ekki að halda messunni áfram. Um leð og prestur setur tappann í pelann segir hann " jú ætli maður messi ekki ögn meira" Um leið og ég kveð ykkur kært að sinni geri ég þessi orð prestsins að mínum.
Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 105
Gestir í dag: 10
Flettingar í gær: 6117
Gestir í gær: 267
Samtals flettingar: 196315
Samtals gestir: 8421
Tölur uppfærðar: 15.3.2025 00:17:16
clockhere