27.01.2010 12:14
Frigg ex Kyndill
Í blöðum á Norðurlöndum er sagt frá að ´tankskipið Frigg hafi tekið niðri við Veddeholmene nálægt Ålasund, Noregi í gærmorgun. Skipið var lestað 2000 ts af lýsi og 112 ts svartolíu og 31 ts diselolíu.. Strax °komu björgunarskip og svokölluð "miljøfartøjer" á vettvang.
@kystverket.no
Eftir að menn voru fullvissir að engin göt væru á skipinu var ákveðið að reyna að draga skipið af skerinu og tókst það fljótlega. Engin olía eða lýsi rann frá því og var skipið fært til næstu hafnar Frigg var smíðað hjáSkålurens í Rosendal 1982 sem Torefjord. Skipið mældist 1198.0 ts 2500.0 dwt Loa: 80.90.m brd 13,0 m. Olíufélag Íslands h/f og Oliufélagið Skeljungur kaupa skipið 1985 og skíra Kyndil Skipið var selt úr landi 2002 og skírt Frigg.Það siglir undir Maltaflaggi
@Manfred Faude