29.01.2010 21:16

Að eldast

Bæði menn og skip eldast illa ef hvorugt er í notkun.Ef svo gáfulega má að orði komast.Hérna er saga skips og að hluta í myndum. Skipið sem í hlut á byrjaði sína ævidaga hjá Bodewes G & H í Martenshoek í Hollandi 1971 sem Vincent.Skipið sem var byggt fyrir hollenska aðila  mældist 399,0 ts 766,0 dwt.Loa: 55,10 m brd: 9,30 m.Og hér er hluti af sögunni í myndum: Fyrst ung og nokkuð snotur eins og gengur


@Gerard Rieijens Groninger Kustvaart


Svolítið eldri og enn nokkuð snotur

                         @Rick Cox

Eldri og farin að láta á sjá




@Gerard Rieijens Groninger Kustvaart

Gömul og úr sér genginn og hallar sér að öðrum gamlinga eins og  gengur.Þarna lagðist hún í mars 2009.



Og þarna endar hún sennilega ævina á Surinam River við Caribbean Sea. Margir vildu kannske eyða ævikveldinu þar. En mikið sólskin getur farið illa með húðina

Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 4310
Gestir í dag: 119
Flettingar í gær: 0
Gestir í gær: 0
Samtals flettingar: 194403
Samtals gestir: 8263
Tölur uppfærðar: 14.3.2025 17:58:39
clockhere