29.01.2010 22:53

Akrafell

Það var fallegur dagur hér í Eyjum í dag  Mikið líf við höfnina.  Og hér kom skip sem bauð af sér nokkuð góðan þokka og heitir því alíslenska nafni Akrafell (hvar á landinu það fell er svo, veit ég ekki)  en með "alerlenda"áhöfn. En fáninn er Antigua and Barbuda  Einhver sagði mér að þetta væri stærsta vöruflutningaskip sem hingað hefur komið en það ekki veit ég með neinni vissu. En ég held að bæði Dettifoss og Goðafoss séu stærri Báðir yfir 160.0 m loa.og yfir 20 m brd Skipið er byggt hjá Okean Shipsyard í Oktyabrskoye, Úkraníu 2004 fyrir þýska aðila.  Og fyrsta nafn var Angelika. Það mældist 7769,0 ts 10500 dwt. Loa: 145,0 m brd 18.40.m Og þar sem sokkarni mínir eru svo andsk... þröngir að ég er yfirleitt ekki kominn í þá fyrir hádegi þá tók vinur minn Torfi á Vigtinni af mér ómakið og tók myndir á skipinu er það var að koma í höfnina.Og hérna er árangurinn:


@Torfi Haraldsson


@Torfi Haraldsson



@Torfi Haraldsson

Ég komst svo loksins í sokkana og niður að höfn og tók þá þessar 2:




Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 4310
Gestir í dag: 119
Flettingar í gær: 0
Gestir í gær: 0
Samtals flettingar: 194403
Samtals gestir: 8263
Tölur uppfærðar: 14.3.2025 17:58:39
clockhere