05.02.2010 21:22

Hverjir eru/voru þetta ??'

Öll þessi skip flögguðu íslenskt Hver voru/eru þau???
Fyrst er skip sem á myndinni heitir heitir Else Danielsen:Skipið jvar smíðað hjá Kerstholt Shipyard í Groningen Hollandi 1961 undir fg nafni Það mældist 811.0 ts 1219 dwt. Loa:64.0 m brd: 10,10 m Skipaleiðir h/f Reykjavík keyptu skipið 1961 og skíra Anna Borg. Skipið er selt 1969 til Hollands og fær nafnið Elisabeth Holwerda.1974 fær skipið nafnið Deepa Surya 1984 Cahaya Harapan. Skipið endaði ævi sína í Indónesíu 1989  
                                                    @Krees Heemsklerk


Næsta skip hét hér Ljósafoss Skipinu hefur verið gerð skil á síðunni áður


@Yvon Perchoc

Næst er skip sem hér bar nafnið Mælifell Saga skipsins hefur verið áður á síðunni

@Yvon Perchoc

Og svo er það skip sem var byggt Schulte & Bruns í Emden Þýskalandi 1966,sem Peter Wessels fyrir þýska aðila. Það mældist 499.0 ts 1198.0 dwt Loa: 76.72. m brd: 11.52.m  Hafskip kaupa skipið 1975 og skíra Rangá (II) Sjóleiðir h/f Reykjavík kaupa skipið 1981 og skíra Saga Endalokin eru nokkuð á huldu En það hafði orðið fyrir alvarlegri vélabilun í höfn í Frakklandi En sá sem á myndina fullyrti að að skipið sem á myndinni heitir Anais eins og sést sé umrædd Saga.Allar upplýsingar eru vel þegnar.


@Yvon Perchoc

Næst er það Afríka sem hér hét Eldvík Frá skipinu hefur verið sagt fyrr á síðunni


@Yvon Perchoc

Næst er skip sem var byggt sem var byggt hjá Frederikshavns Værft í Frederikshavn Danmörku Fyrir Merc Scandia (Per Hendriksen) 1974 og fékk það nafnið Mercandian Exporter.Það mældist 1599.0 ts 2999.0 dwt. Loa: 78,50 m brd: 13.10 m Skipadeild SÍS kaupir skipið 1979 og skírir Arnarfellþ Skipið er selt úr landi 1988 og fær nafnið Vestvik 1990 Alcoy 1992 Apache 2001 Captain Yousef 2007 Chrystal Wafe. Nafn sem skipið siglir undir í dag og undir flaggi N-Kóreu


@Yvon Perchoc

Næst er skip sem var byggt hjá Frederikshavns Værft í Frederikshavn Danmörku Fyrir Merc Scandia (Per Hendriksen) 1974 og fékk það nafnið Mercandian Transporter. Eimskipafélagið kaupir skipið 1977 og skírir Fjallfoss. Skipið er selt 1983 og fær nafnið Sandra K og síðan eftirfarandi nöfn:1984 Pico Do Funcho 1989 Shang Thai Honor 1997 Siic Evo 1998 Ocean Executive 2000 Al Katheeris II 2003 Al Noor 2004 Ghazal 2005 Ghazal 1 2006 Fatheh Al Rahman 2009 Tabark sem það siglir undir í dag og undir flaggi Sierre Leone 

@Yvon Perchoc

Næst er skip sem var byggt hjá Frederikshavns Værft í Frederikshavn Danmörku Fyrir Merc Scandia (Per Hendriksen) 1978 sem Dana Atlas. Eimskip tók skipið á leigu 1980 og kaupir það  1981 og skírir Álafoss. Skipið er selt úr landi 1989 og fær nafnið North Coast  og sama ár Cala Teram 1990 Cala Salada 2000 Lorena B 2006 Kano II nafn sem skipið hefur í dag og undir flaggi Panama




@Yvon Perchoc

Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 4049
Gestir í dag: 101
Flettingar í gær: 0
Gestir í gær: 0
Samtals flettingar: 194142
Samtals gestir: 8245
Tölur uppfærðar: 14.3.2025 17:14:10
clockhere