11.02.2010 16:49

Goðafoss 1 til 3

Það hefur verið svolítið athyglisverð örlög skipa sem borið hafa nafnið Goðafoss hjá Eimskipafélag Íslands Við skulum líta á það:Goðafoss I var byggður hjá Kjöbenhavns Flydedok & Skibsværft í Kaupmannahöfn 1915 fyrir hið unga Eimskipafélags Íslands.Skipið mældist 1300 ts 1374 dwt Loa:69.0 m brd 10.70 m.Skipið tók 56 farþaga. Ekki átti þetta skip langt líf fyrir sér.En það strandaði við Straumnes þ 30-11-1916 Og varð þar til. Mun enn vera hægt að sjá leifar af skipinu rúmum 90 árum síðar


Ég kem seinna með fleiri Goðafossa
Goðafoss II var byggður hjá Svendborg Skipsværft Svendborg Danmörk 1921 fyrir Eimskipafélag Íslands.Það mældist:1542.0 ts 2000,0 dwt.Loa: 73.22.m brd 10.86. m.Endalok þessa skips urðu en hörmulegri en þess fyrra með þessu nafni En þýskur kafbátur U-300 undir stjórn Fritz Hein sökkti skipinu út af Garðskaga10-11- 1944. 



Fræg er sagan af unga USA Army liðsforinganum sem misti unga íslenska unnustu sína sem gekk með 2 barn þeirra og ungan son í þessum hörmulega atburði. ( er hægt að kalla svona slys?) Eftir að stríði lauk og eftir að hafa gengið í skugga um hver hafði haft stjórn á kafbátnum sem sökkti Goðafossi fann hann út heimilisfang Fritz Hein í Batavíu Hann fór þangað vopnaður skammbyssu til að skjóta hann. En hann hitti fyrir systur Hein sem sagði honum að bróðir hennar  hefði verið drepinn þegar HMS Recuit og HMS Pincher sökktu U-300 V af Cadiz. Hann snéri ser þegandi við og gekk í burtu

 Fritz  Hein

Kafbátur sömugerðar og U-300


Og ofjarlarnir HMS Pincher og HMS Recut



Næsti Goðafoss var byggður hjá Burmeister & Wain í Kaupmannahöfn 1948 fyrir Eimskipafélag Íslands Skipið mældist 2905.0 ts 2675 dwt.Loa: 94.70.m brd: 14.10.m Skipið var selt grískum aðilum 1968 og skírt Arimathian og 1970 fær það nafnið Krios. Það sekkur 24-01-1971 á 02°17´N og 029°55´W. Skipið var þá á leið frá Montevideo til Pireus með bæði frosið kjöt og lifandi sauðfé


 

Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 4049
Gestir í dag: 101
Flettingar í gær: 0
Gestir í gær: 0
Samtals flettingar: 194142
Samtals gestir: 8245
Tölur uppfærðar: 14.3.2025 17:14:10
clockhere