15.02.2010 22:12

Hvað tengdi þau??

Hérna eru tveir af eldri gerðinni. Það var nokkrir hlutir er tengdu þessi skip samana Hverjir voru það?
Svarið er komið bæði hétu sama nafninu og bæði höfðu verið í eigu Hafskip.Og nokkrir af sömu mönnunum höfðu haft skipstjórn á þeim.Fyrra skipið var smíðað hjá Kremer Sohn í Elmshorn í Þýskalandi fyrir Hafskip  1959 sem Laxá.(heimahöfn Vestmannaeyjar) Skipið mældist 352,0 ts 715,0 dwt. Loa:59,40,m brd: 9,0 m Fraktskip h/f (Þórir Kristjóns, Tryggi Blöndal. Karl Jónsson) í Reykjavík kaupa skipið 1974 og skíra Vega. Þeir selja skipið 1977 úr landi og fær það nafnið Hermes. 1977 nafni Thyrella 1987 Tara 1990 Adnan Yunculer 1999 Ahsen nafn sem skipið siglir undir í dag 51 ári seinna og veifar nú fána Tyrklands


@hafliði óskarsson


@hafliði óskarsson
Næsta skip hét einnig Laxá. Það var byggt hjá Jadewerft Wilhemshaven í Þýskalandi 1967 sem Rolandseck fyrir þýska aðila. Það mældst 1000.0 ts 2030 dwt.Loa: 79,50 m brd 13.1 m Skipið er selt 1973 og fær  nafnið Simone Það kemst í eigu Hafskips 1975 og fær nafnið Laxá (heimahöfn Húsavík) Hafskip selja skipið úr landi 1985 og fær nafnið Katy Það skemmist ílla í bruna 1994 og rifið upp frá því í Ravenna
@hafliði óskarsson




@hafliði óskarsson

Velunnari síðunar Hafliði Óskarsson sendi mér þessar frábæru myndir


Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 4049
Gestir í dag: 101
Flettingar í gær: 0
Gestir í gær: 0
Samtals flettingar: 194142
Samtals gestir: 8245
Tölur uppfærðar: 14.3.2025 17:14:10
clockhere