01.03.2010 19:44
Gamlir landar og þó
Fyrir miskilning sendi vinur minn mér þessa mynd og héld að þetta væri eitt af mínum gömlu skipum En þetta skip var byggt hjá Ulstein Skibværft í Ulsteinsvik 1967 sem Caribia fyrir norska aðila.Það mældiist 497,0 ts 2469,0 dwt. Loa: 75.80 m brd: 11.90 m. 1979 kaupir Florida Star Shg Co Ltd á Kýpur skipði og breita nafni í Caribic, Donegal Group S.A.í Panama kaupir skipið 1997 og skírir skipið hinu alíslenska nafni Askja.
@steffen wiedner
Næsta skip þarf nú ekki að kynna hér á síðunni svo oft sem hún hefur dúkkað upp hér Afríka ex Eldvík
@steffen wiedner
Næsta skip þarf heldur ekki að kynna. En ég geri það nú samt Skipið var smíðað hjá Appledore Ships Builder í Appledore í Englandi fyrir norska aðila( Jebbsen)1975 sem Risnes Það mældist 3645, 0 ts 5699,0 dwt. Loa: 102.30 m brd 15.60 m, Ísskip h/f á Seltjarnarnesi dótturfyrirtæki Nesskip kaupa skipið 1979 og skíra Selnes Skipið er selt Wilson samstæðunni 2004?? og skírt Wilson Muuga Það strandar við Sandgerði 19 des 2006 . Náðist aftur út og selt til Líbanon Þar fær það nafnið Karim 2009 fær það nafnið Enas H sem það heitir í dag og er undir fána Bolivíu
@ric cox