09.03.2010 16:51
Gamlir og nýrri
Sem betur fer hafa menn verið að "gauka" að mér myndum til að sýna á síðunni. Undanfarið hefur elli kelling og sú óheilladrós "letin" verið að hrjá mér dálítið og verið mér erfið undanfarna daga. En þetta stendur allt til bóta með hækkandi sól, Svo ég bið menn að sýna mér þolinmæði ef myndir sem þeir hafa sent mér birtast ekki alveg strax. En hérna eru 2 myndir sem mikill velunnari síðunnar og menningarlegur ráðgafi hennar sendi mér,af 2 skipum sem þjónuðu landinu og sem annar þjonar enn Fyrst er það Hanseduo,Skipið smíðað hjá J J Sietas Schiffswerft í Neunfelde Þýskalandi 1984 sem Caravelle fyrir þýska aðila. Það mældist 3999.0 ts 8350. 0 dwt. Loa: 117.50 m brd 20,40 m . Skipið gekku undir hínum ýmsu nöfnum sennilega vegna tímaleigna !984 Kahira.1986 Holcan Elbe 1986 Caravelle 1988 Emcol Carrier 1989 Johanna Borchard 1995 Kent Explorer 1996 Sea Mariner, 1998 Hanseduo 2004 Armada Holland 2004 Hanseduo 2005 MCC Confidence 2009 Hansaduo nafn sem það siglir undir í dag og flaggar Antiqua Barbuda
@ Tryggvi Sig
Næsta skip er smíðað hjá Örsköv Cristensens Skibsværft Frederikshavn Danmörk 1995 sem TSRL Tanacious (Helene Sif) fyrir danska aðila. Það mældist 14664.0 ts 17034 dwt. Loa: 165.60 m brd: 27.20.m Vegna leigu fær það nafnið Maersk Durban 1997 og sama ár Maersk Santiago Eimskip kaupir ? skipið 2000 og skírir Dettifoss nafn sem það ber í dag með flagg. Antiqua and Barbuda
@ Tryggvi Sig