02.04.2010 21:00

Fjallfoss 1 og 2

Fjallfoss I var smíðaður hjá Haarlemsche Shipsyard í Harleem Hollandi 1919 Merwede fyrir þarlenda aðila,Skipið mældist 1413.0 ts 2060,0 dwt Loa: 82.90 m brd : 11.0 m Áður en skipið var afhent fékk það annað nafn Amstelstroom. 1934 kaupir Skipafélagið Ísafold skipið Edda. Eimskipafélag Íslands kaupir öll hlutabréf í Skipafélaginu Ísafold og þar með skipið 1941 og skírir það Fjallfoss Það er selt til Ítalíu 1951 og fær nafnið Siderea 1957 nafnið Ommalgora og 1968 Star of Taif 1978 þá 59 ára var skipinu sökkt út af Jeddah.




Mér fannst alltaf Fjallfoss II snoturt skip. Og ef mig brestur ekki  minnið þess meir er hann og Tungufoss I frumraun Viggó Maack (ég vona að ég verði leiðréttur ef ég fer hér ekki rétt með) hvað varðar skipateikningar.Skipið var byggt hjá Burmeister & Wain í Kaupmannahöfn Danmörk fyrir Eimskipafélag Íslands 1954. Hann var annað skip í röðinni af afturbyggðum skipum sem smíðað var fyrir Eimskip (Tungufoss var 1sta) Hann mældist 1796,0 ts 2600 dwt.Loa; 93.10 m Skipið er selt 1977 til Kýpur og fær nafnið Casciotis Kaupandi var Arzantiera Shipping Co Ltd Limasol. Aðaleigandin hét því skemmtilega nafni Michael Fotopoulos.1981 selt Oxford Shipping Co Ltd Limasol og skírt Pshathi 1988 selt Zacharias Galanakis Pireus heldur nafni 1989 selt Ascot Ltd Pireus og skírt Vefa. 1990 selt Greenbury Trading Ltd London og skírt Sea Friends 1991 er skipið kyrrsett um tíma í Apapa. 1994 tilkynnt um skemmdir á því en í haffæru ástandi í Greenville Liberíu 1995 selt til Golden Rule Nígeríu  1998 í eigu Greenbury Trading Ltd London Hvað varð um skipið eftir það er mér ókunnugt.


@ bob  Ships Nostalgia


@tryggi sig
Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 105
Gestir í dag: 10
Flettingar í gær: 6117
Gestir í gær: 267
Samtals flettingar: 196315
Samtals gestir: 8421
Tölur uppfærðar: 15.3.2025 00:17:16
clockhere