03.04.2010 17:01

Bisp 1

Fyrir nokkrum mánuðum frétti ég af að vinur minn og skólabróðir Ragnar Eyjólfsson frá Laugardal hér í Eyjum væri að taka  eitthvað saman um norska flutnngaskipið Bisp sem hafði  farist á stríðsárunum. Ég mundi eftir að hafa lesið um skipið enda hafði bróðir 2ja gamalla  vina þeirra Ólafs og Vilmundar Bjarnfreðssona Haraldur farist með skipinu, En þeir Óli og Vilmundur sem lést því miður langt um aldur fram fyrir mörgum árum auk Haraldar voru úr hinum stóra systkinahóp frá Efri Steinsmýri í Meðallandi. Ég hafði samband við Ragnar og sagði hann mér að hann hefði ætlað að fá greinina birta í síðasta Sjómannadagsblaði Vestmannaeyja en ekki fengist þegar til átti að taka vegna plássleysis.
 


Þegar ég svo ynnti hann eftir þessu frekar virtist greinin hafa gufað upp en hún var komin úr höndum Ragnars, Ég fór því að glugga eitthvað í málið og fann strax út að í janúar í ár voru 70 ár síðan þetta hafði skeð og einnig að þeir 3 íslendingar sem með skipinu fórust voru fyrstu íslensku sjómennirnir sem fórust út af styrjaldarátökunum i WW2. Það endaði með því að ég tók saman svolítið um málið sem svo var birt i 1sta tbl Heima er bezt í ár. Og nú þegar Sjómannadagurinn fer að nálgast finnst mér að þessum mönnum verði sá sómi sýndur sem mér finnst þeir eiga skilið. Og ég vona að ræðumenn dagsins minnist þeirra sem og annara sem fórust í þessum hildarleik. Þeirra fórna sem íslenskir sjómenn  færðu og sem byrjuðu á þessum mönnum.
 
Og þótt ég vilji ekki blanda mér mikið í mál hér í Eyjum hef ég furðað mig á að af hverju nöfn þessara manna séu ekki á minnismerki um drukknaða og hrapaðra hér í Eyjum . Og vænt þætti mér að viðkomandi stjórnendur tækju þetta til athugunnar. Því 2 af umræddum mönnum voru innfæddir Eyjamenn og sá þriðji ofan af landi en skráðist á skipið hér í Eyjum Og skipið hafði verið lengi í siglindum til og frá landinu .Flutt út saltfisk og saltsíld. Kol tímbur og aðrar nauðsynjar til lansins. Þó það væri í flutningum til Noregs er það fórst. Menn sem lásu greinina hafa hvatt mig til að birta hana hér Svo hér er hún aðeins lengri, En verið róleg ég hef kafllaskift þessu svo hér er fyrri(eða eftir eftir efnun og ástæðum) hlutinn sem fjallar aðallega um aðdragandan.Gerið svo vel:

Skipið


@jói listó

Fyrir um það bil 70 árum eða 20 janúar1940 lagði norskt flutningaskip af stað frá Sunderland áleiðis til Åndalsnes í Noregi.  Farmurinn var kol. Skipið hét Bisp með heimahöfn í Haugasundi Noregi. Eigandi skipsins var O. Kvilhaug  Åndalsnes við Haugasund. Skipið hafð verið  mikið í Íslandssiglingum.Með saltfisk salt og kol. Og útgerðarmaðurinn hafði haft fleiri skip í Íslandssiglingum og í strandferðum. Skip hans  Ulv  hafði farist með manni og mús á Húnaflóa.Þ.á.m íslenskum farþega:,  kaupmanni frá Siglufirði. Skipstjóri á Ulv var sonur O Kvilhaug og hafði kona hans verið með honum þessa


Bisp var byggt hjá Sunderland SB Co South Dock Englandi1889 sem Thuro City.Fyrir enska aðila, C.Furness Skipið mældist 998.0 ts 1025,0 dwt Loa:64.0 m brd:9,20.m.1890 er skipið selt til Noregs (Jens Meinic & C ) Og fær nafnið Normandie 1912 fær skipið nafnið Norli (Lie &Roer) Skipið mældist 998.0 ts 1025,0 dwt Loa:64.0 m brd:9,20.m.1890 er skipið selt til Noregs (Jens Meinic & C ) Og fær nafnið Normandie 1912 fær skipið nafnið Norli (Lie & Roer) Skipið kemst í eigu O. Kvilhaug 1913 og fær nafnið Bisp. Og sem fyrr sagði var skipið mikið í Íslandsferðum. Skipstjóri á skipinu hét Rolf Kvilhaug og var sonur útgerðarmannsins. II stýrimaður var einnig sonur útgerðarmansins og hét Sverre. Kvilhaug.
Óvinurinn






Skipinu er svo  sökkt sennilega 24 janúar 1940 Í fyrstu var talið að  U 23 undir stjórn Otto Kretschmer hefði sökkt skipinu 23 jan en annað hefur komið í ljós  Kl 2020 þ 23 jan kemur  Kretschmer á U23 auga á gufuskip í sjónpípu sinni á 59°59´0 N og 000°10´0 W og gerir árás  Fyrsta árásin misstókst  .Tundurskeytið sat fast í tundurskeytarörinu.  Kl 2213  gerir kafbáturinn aðra árás sem líka misstókst Kretschmer fylgir skipinu eftir og bíður færis .

 Otto Kretschmer


 Otto Kretschmer


 Otto Kretschmer

Daginn eftir kl 1815 gerir báturinn 3ju árásina á 59°29´0 N og nú tekst hún og sekkur skipið kl 1908. En þarna mun hafa verið um að ræða norska gufuskipið Varild. Skipið var á leiðinni frá Horten í Noregi til Shetlandseyja  
Kafbátar sömu gerðar og U 23






Nú víkur sögunni  að U-18 sem var undir stjórn Ernst Mengerse. þann 24 jan kl 0050 sér Mengersen í sjónpípu sinni gufuskip á 58°29´0 N 000 °10´W skip þetta stefnir í ca NA. Skipið sigldi án siglingaljósa og sigldi í krákustígum (zigzgging) eftir skýrslu sem skráð eftir Mengersen  Hann eltir skipið á bát sínum. En alltof bjart var til árásar.
 

 Ernst Mengersen


 Ernst Mengersen
Kl 0649 skýtur hann svo tundurskeyti að skipinu en hittir ekki.  Kl 0701 skýtur hann einu tundurskeyti til og nú hittir hann skipið. Þarna mun hafa verið um Bisp að ræða.S jómennirnir á Bisp munu því hafa hlutið hina votu gröf kl 7 að morgni hinn 24 janúar 1940

Ég sem hef verið sjómaður alla mína hunds og kattar tíð hef oft hugsað hvílik grimd það er að sitja  í leyni í undirdjúpunum fyrir annarar þjóða kollegu sem einskis ills eiga von Hvaða brjálæði er í gangi í hugum þessara manna. Ég las einhverstaðar að stríðsaðilar hefðu mokað eiturlyfjum í sína hermenn hvers tegundar af her þeir þjónuðu. Bandamenn með amfetamin en hinir bensodiapiner. Um sanleiksgildið þess veit ég ekkert um


 Ernst Mengersen

Ég er að birta myndir af þessum mönnum vegan þessara hugleiðinga minna. Þetta gæti þessvena verið íslenskir sjómenn en þetta eru þeir 2 sem komu að þesari sögu,eins og menn geta getið sér til um.

 Otto Kretschmer
Hér á efri árum hann gæti þessvegna hafa búið hér í Eyjahrauninu. þið skiljið vonandi hvað ég meina,
Otto Kretschmer foringi á U 23  fæddist  01-05-1912 dó 05-08-1998. Ernst Mengersen foringi á U 18 fæddist 30-06-1912 dó 06-11-1995  Hér lýkur 1sta kafla Myndirnar sem ekki eru merktar eru fengnar af Uboat.net sem og megnið af efninu sem er þessum kafla

Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 5267
Gestir í dag: 171
Flettingar í gær: 0
Gestir í gær: 0
Samtals flettingar: 195360
Samtals gestir: 8315
Tölur uppfærðar: 14.3.2025 19:48:08
clockhere