06.04.2010 23:27

Bisp 2

Þann 13  1939 var skipið statt í Vestmannaeyjum og losaði kol. Þá réðust 3 íslendingar á það. Þeirra elstur var Þórarinn Sigurður Thorlacius Magnússon frá Hvammi Vestmannaeyjum f 27-11-1906.Giftur og 2ja barna faðir. Kona (12-09-1931)  Anna Halldórsdóttir .Börn:Guðrún Ársæl  f 15-01-1931 búsett í Noregi.Og Bergsteinn Theódór f 01-11-1933 d 12-08-1991. Þórarinn var harðduglegur sjómaður og mun aðalástæðan fyrir því að hann réðist á skipið að tekjur á svona skipum heilluðu. Ætlaði hann sér að safna sér peningum til að setja í kaup á bát. 

 Þórarinn SIgurður Thorlacius Magnússon 

Þórarinn átti systir í Vestmannaeyjum Önnu Sigrid Magnúsdóttir. Móðir Þórarins Sigurðar Sigurðsson rafvirkjameistara og athafnamanns í Vestmannaeyjum  Þegar Anna gekk með Þórarinn vitjaði Þórarinn bróðir hennar systur sinnar í draumi og vildi komast inn til hennar. En hann komst aldrei nema hálfur inn. Anna réði drauminn þannig að bróðir hennar hafi verið að vitja nafns en þegar hún lét skíra son sinn sleppti hún síðasta nafninu. Og drengurinn var skírður Þórarinn Sigurður, Næst elstur af þremenningunum var Haraldur Bjarnfreðsson frá Efri Steinsmýri í Meðallandi f 23-12-1918 Ókvæntur og barnlaus. Haraldur var bróðir hin kunna fjölmiðlamanns Magnúsar Bjarnfreðssona og þeirra fjölmörgu systkina


 Haraldur Bjarnfreðsson

Yngstur var svo Guðmundur Eiríksson frá Dvergasteini í Vestmannaeyjum f 30-05-1919. Ókvæntur og barnlaus. Guðmundur var bróðir Þórarins Eiríkssonar sem gekk undir nafninu Lalli og ávallt kenndur við bát sinn Sæfaxa.Þessir 3 menn voru ekki einu Vestmannaeyingarnir sem höfðu siglt á Bisp.

 Guðmundur Eiríksson


Þegar þetta skeði höfðu 2 aðrir menn þaðan verið á því að minnsta kosti í 3 ár þar á undan, En höfðu hætt á skipinu  þarna um haustið Þetta voru þeir Skarphéðinn Vilmundarson f 25  janúar 1912 og Hannes Tómasson frá Höfn f 17 jún 1913.Skarphéðinn var sjómaður framan af en hætti sjómennsku og fór að vinna við Vestmannaeyjaflugvöll. Hann lærði flugumferðarstjórn og starfaði sem slíkur til 1968 að hann hætti störfum vegna veikinda 1968. Hann var giftur Margréti Þorgeirsdóttir f  18-01-1921 d 19-06-1990  Börn þeirra; Yngvi Geir skipstjóri í Vestmannaeyjum  og fósturdóttir: Guðfinna Guðfinnsdóttir (bróðurdóttir Margrétar) Skarphéðinn lést 28 júlí 1971.
 
Skarphéðinn Vilmundarson

Hannes Tómasson hætti á Bisp til að fara í Stýrimannanám. En hann og skipstjórinn  höfðu samið um að hann kæmi þangað aftur ,að námi loknu. Af því varð ekki af skiljanlegum ástæðum. Hannes lauk prófi frá farmannadeild Stýrimannaskólans í Reykjavík vorið 1942 og byrjaði eftir það á að leysa af sem stýrimaður á ES Kötlu.



 Hannes Tómasson sem fiskimaður


Síðar varð hann stm og skipst. hjá Skipadeild SÍS  Hann hætti til sjós 1962 og fór að vinna hjá Skeljungi Þar hætti hann svo sökum aldurs 1990 , 77 ára. Hannes var giftur: (1944) Kristínu Sigríði Jónsdóttir 04-04-1919 d 14-06-2002 og áttu þau 2 syni Sverri og Tómas.  Hannes dó 14-10-2003.(sjá má viðtal við Hannes í HEB 5 tbl mai 2000) 
 Hannes sem farmaður


Fyrrgreindir 3 menn þ.e.a.s Þórarinn, Haraldur og Guðmundur voru fyrstu íslendingarnir búsettir hér á landi til að týna lífi í hinum ægilega hildarleik sem seinni Heimstyrjöldin var.Að vísu hafði 1 íslenskur ríkisborgari Robert Bender farist af dönsku skipi En Robert hafði verið búsettur í Danmörk í mörg ár.Rúmlega 400 íslenskir sjómenn týndu lífi í hildarleiknum.Þess ber að geta að þegar Bisp var sökkt var Noregur yfirlýst "hlutlaust" ríki.


Fisklöndun Í Vestmannaeyjum tyrri tíma.En Bisp flutti oft saltfisk  frá Vestmannaeyjum

En þjóverjar höfðu sett hafnbann á England og Bisp hafði verið verið í skipalest "Convoy HN " frá Noregi til Englands í des 1939 En  þrátt fyrir að þjóðverja hefðu haft vitnesku um það þá er bara talað um steamer eða gufuskip í tilfellum Bisp og Varildí í fyrstu skýrslum þjóðverja um endalok þessara skipa.Endalok kafbáta foringanna og bátanna urðu þessi: Otto Kretschmer foringi á U 23  fæddist  01-05-1912 dó 05-08-1998. Ernst Mengersen foringi á U 18 fæddist 30-06-1912 dó 06-11-1995 Hvað bátana snertir þá skemmdist U 18 mikið í Constanta í Rúmeníu 20-08 1944 þegar Rússar gerðu árás á höfnina.Skipverjarir sökktu bátnum upp úr því. Rússar náðu honum upp og notuðu til 27-05-1947 að þeir sökktu honum út af Sevastopol Endalok U23 urðu þau að áhöfnin gafst upp fyrir Rússum eftir að hafa sökkt bátnum  á 41°11´N 30°00´A

Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 5267
Gestir í dag: 171
Flettingar í gær: 0
Gestir í gær: 0
Samtals flettingar: 195360
Samtals gestir: 8315
Tölur uppfærðar: 14.3.2025 19:48:08
clockhere