09.04.2010 21:29

Gamlir og sterkir

Ég vona að fleiri en ég hafi gaman af að skoða gamla"trampara" Það er eitthvað sem hreyfir við manni að skoða svona myndir. Kannske gamli"slarkarinn" taki aðeins við sér við að skoða þetta. Mér finnst alltaf eitthvað við þessi gömlu skip. Og þá voru nú aðrir tímar en  nú. Þá höfðu menn oft tíma til að skoða "söfn " og svoleiðis eins og maður gerði hér í den. Hér á eftir koma nokkrir "gamlir " úr safni Ric Cox rafbréfavinar míns í englandi. Við byrjum á þeim eldsta
Amershamn: Byggður hjá Bartman Shipsyard í South Dock Englandi  1906 sem Rocdale Fyrir þarlenda aðila Skipið mældist 3718,0  ts 2373,0 dwt. Loa: 105.60,m brd (einhvernvegin fannst mér lengdin ekki passa við þetta skip á myndinni en allt annað passar)15,50,m Skipið fékk svo nafnið Amershamn og þegar því var sökkt  hét það Delphin. Skipinu var sökkt af kafbát 09-10-1940 á 58°11´N og 013°57´V

@Ric Cox

Næsti gamlingi var byggður hjá Vuijk Shipsyard í Capelle Hollandi 1911, sem Zena fyrir enska aðila Skipið mældist 1416,0 ts 1073.0 dwt. Loa: 73.40 m brd: 10,70.m. Skipið fær nafnið Giovanni Bottiglieri. Það er rifið í Valdo Ligure Ítalíu 1960


@Ric Cox

Næst á dagskrá er skip sem byggt var hjá Gray Shipsyard W-Hartepool 1915 sem Nolisement fyrir þarlenda aðila Það mældist 4447.0 ts 2618.0 dwt Loa: 115,80 m 15.90 m 1927 fær skipið nafnið Darius   1933 Marika Protopapa 1947 Polac 1959 Balboa. Það er svo rifið í Savona Spáni 1959


@Ric Cox

Nost er skip sem byggt var hjá Ardrossan SB, Ardrossan England 1917 fyrir þarlenda aðila sem Smerdis. Það mældist:1032.0 ts 952.dwt. Loa:60.10 m brd: 9,40 m. Skipið fær nafnið Memphis 1923 Caid ebir 1938 og Meziane 1954. Það lendir í árekstri út af Rouen Frakklandi 19-04-1955 og er rifið í New Waterway 1957


@Ric Cox

Næst er skip byggt hjá North of Ireland Shipsyard í Londonderry Irlandi 1918 sem Assiout fyrir enska aðila. Það mældist:4215.0 ts 3945.0 dwt Loa: 112.90.m brd : 15.60 m 1935 fær skipið nafnið: Maroulio 1938 Amarylis. Því var sökkt af kafbát með tundurskeyti 02-12-1942 á: 28°14´S 030°24´A


@Ric Cox


Næst er skip sem smíðað var hjá New Waterway í Sciedam Hollandi fyrir enska aðila 1925 sem Orsa Það mældist 1478.0 ts 1229,0 dwt. Loa: 76,20 m brd: 11.3 Skipið sigldi á tundurdufl 15 sml út af Flamborough Head 21-10-1939 End of story


@Ric Cox

Næst er skip sem byggt var var sem Clan Macdonald hjá Greenock Dy Cartsdyke Mid Skotlandi 1928,fyrir enska aðila Það mældist 5471.0 ts 6051.0.dwt Loa: 132.30.m brd: 17,60 m 1929 fær skipið nafnið Stirlingshire. Því var sökkt  með tundurskeyti frá kafbát 02-12-1940 á 55°42´N 016°13´V



@Ric Cox

Síðastur af þessum  gamlingum er skip sem byggt var hjá Thompson J.L í Sunderland í Englandi fyrir þarlenda aðila 1931 sem Helmspey Skipið mædist: 2885.0 ts 4424 dwt Því var sökkt af kafbát 11-02-1943 á 34°22´S 024°54´A


@Ric Cox
Vonandi hefur einhver annar haft gaman af að skoða þessa gamlinga. En mér finnst gæði sumra myndanna vera slík að maður hefur gaman að skoða þær

Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 966
Gestir í dag: 346
Flettingar í gær: 6117
Gestir í gær: 267
Samtals flettingar: 197176
Samtals gestir: 8757
Tölur uppfærðar: 15.3.2025 18:56:30
clockhere