10.04.2010 21:40
Gamlir fv innlendir 2
@ Malcom Cranfield Shipsnostalgia
Næst er það þá Selfoss byggður í Danmörk 1958.Rifinn á hinni frægu Gadani Beack í Pakistan 1985. Þessar myndir er birtar með góðfúslegu leyfi Sigurgeirs Jónassonar ljósmyndara hér í Eyjum
@Sigurgeir Jónasson
Og systurskipið Brúarfoss. Það er aldrei of oft birtar myndir af þessum fallegu skipum
@Sigurgeir Jónasson
Sæborg byggð í Danmörk 1961 Lendir í árekstri út af Poyrakzoy í Bosphorussundi 29-08-1987 og rifinn upp frá því.
@ Malcom Cranfield Shipsnostalgia
Ísnes byggt í V-Þýskalandi 1967 Er enn í notkun Heitir Fotinoula og veifar grískum fána
@ Malcom Cranfield Shipsnostalgia
Hofsjökull var smíðaður í Japan 1973 en komst eiginlega ekki í gang fyrr en 1978 eftir endurbyggingu vegna bruna Hann bar beinin í hinum alræmda skipakirkjugarði í Alang á Indlandi 2005
@ Malcom Cranfield Shipsnostalgia
Að síðustu er það skip sem ég held að ég hafi ekki gert grein fyrir á síðunni fyrr. Það var byggt 1983 hjá Brand Shipsyard í Oldenburg, V-Þýskalandi fyrir þarlenda aðila sem Sandra. Það mældist: 1491.0 ts. 3229,0 dwt. Loa:90,0 m brd. 14.0 m. 1985 fær það nafnið Band Aids III (tímaleiga ???) 1985 aftur Sara 1987 Sandra M 1989 kaupa??? Samskip skipið og skíra Arnarfell. Það er selt ??? úr landi 1994 og fær nafnið Andra 2004 nafnið Cap Nanmur og 2005 Baltci Betina Nafn sem það ber í dag í noskri eigu en veifar Maltaflaggi
@ Folke Östmann Shippotting