11.04.2010 13:38
Flott Samskip
Ég bloggaði um daginn um Arnarfell. Út af því spannst smá umræða um sandblástur. Skipstjóri skipsins upplýsti að skipið hefði aldrei verið sandblásið (sennilega átt við frá byggingu ??) En þessi skipstjóri má vera hreykinn af sínu skipi. Og við íslendingar hreyknir af að skip á okkar vegum skuli líta svona vel út. En sá stóri galli er á gjöf Njarðar að þessi skip sigla undir erlendum fánum. En bót í máli að það er flaggað fána mikillar vina og frændþjóðar. Allavega 2 af skipunum. En ég er hérna með mynd sem ég tók af Arnarfelli á föstudaginn. Og til að móðga ekki vin minn Magnús Helgason yfirvélstjóra á Helgafelli (hef eitthvað verið frátekin síðustu föstudaga þegar hann hefur verið hér) fékk ég myndir frá Hollenskum rafbréfavini mínum Hannesi Van Rijn sem einnig tók mynd af Akrafelli og El Bravo sem mun vera kominn í Íslandssiglingar á vegum Samskip En látum myndirnar tala:
Arnarfell hér á föstudag
@oliragg
Helgafell:
@Hannes van Rijn
Akrafell:
@Hannes Van Rjil
Þessum 3 skipum hefur verið lýst hér á síðunni en ekki því fjórða,El Bravo Skipið er smíðað hjá Jinling Shipsyard, Nanjing í Kína 2006 sem Magnus F fyrir þýska aðila. Það mældist 9932.0 ts 13760,0 dwt. Loa: 147.90 m brd: 23.60 m "2 nöfn hafa verið á skipinu. Strax 2006 TS Moji 0g 2007 El Bravo nafnið sem það ber í dag. Flaggið er: Antigua & Barbuda
El Bravo;
@Hannes Van Rijn
@Hannes Van Rijn