25.04.2010 18:49
Forseti
Ég var að skoða erlenda skipasíðu þegar ég rakst á þetta skip sem hét einusinni því skemmtilega nafni "Forseti" Það var byggt hjá Ferus Smit Shipsyard í Westerbroken í Hollandi fyrir þarlenda aðila sem Balticborg 1991. Það mældist 1999.0 ts 3015.0 dwt Loa: 82.0 m brd: 12,60 m 2003 fær skipið nafnið Ivy 2005 nafnið Forseti þá var þetta sem vakti undrun mína;" 2005 "FORSETI" Owner: Noatun Shipping Ltd., Valletta, Malta. Flag:Malta/Valletta". Hljómar svolítið íslenskt bæði nafn skips og eiganda ekki satt ?. 2007 fær það svo nafnið Roseburg nafn sem það ber í dag og það veifar flaggi:Antigua and Barbuda