25.04.2010 22:29

Hverjir eru þetta??

Öll þessi skip flögguðu íslenskum fána. Og til að gera þetta aðeins erfiðara þá eiga sum af þeim systurskip og ég vil helst vita rétta nafnið. Hér eru skipin með réttu útliti. 1stur er Selfoss. Ég hef gert grein fyrir skipinu hér á síðunni. En það var byggt í Ålaborg 1958 og rifið á Gadani ströndinni 1985


@anna kristjáns
Næsta skip var byggt sem Andromeda hjá Kramer & Booy Shipsyard í Kootstertille Hollandi 1966 fyrir þarlenda aðila. Skipið mældist 1450.0 ts 1968.0 dwt Loa: 80.30 m 11.80 m 1969 fær skipið nafnið Grecian Hafskip h/f Reykjavík kaupa skipið 1974 og skíra Selá Skipið er selt til Panama 1980 og skírt Ghada 1983 Jarash 1996 Mariam 1997 Safaga Island 2001 Lady O Skipið sökk N af Psara eyju í Eyjahafinu 17-01-2005  Hér sem Grecian

@ric cox

Næsta skip hét hér Skeiðfoss Ég hef gert grein fyrir skipinu fyrr hér á síðunni Það var byggt 1967  Skipið strandaði á hinu fræga Anegada de Adentro.coralrifi í S-verðum Mexico flóa 02-01-1990 og var rifið uppfrá því


Að síðustu "gamall og kær kunningi" Sem var smíðaður sem Vela hjá Fosen MV í Fevåg Noregi 1974 fyrir þarlenda aðila 1981 taka Ríkisskip skipið á leigu og 1983 var nafni breytt í Hekla 1984 kaupir svo Ríkisskip skipið. Eftir hringl með eiganda og nöfn (þá sögu kann ég ekki til hlítar)1992 Búrfell 1993 Katla 1993 er það selt úr landi og fær nafnið Nour Han 1995 Lena 2002 Baröy Nafn sem skipið ber í dag en það flaggar fána St Vincent and Grenadines
Hér sem Lena

Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 4310
Gestir í dag: 119
Flettingar í gær: 0
Gestir í gær: 0
Samtals flettingar: 194403
Samtals gestir: 8263
Tölur uppfærðar: 14.3.2025 17:58:39
clockhere