28.04.2010 12:59
Gamlir en hverjir??
Þessir flögguðu íslenskt Hverir eru þetta ??? 1stan skal telja Lagarfoss sem var byggður hjá Burmeister & Wain í Kaupmannahöfn Danmörk 1949 fyrir Eimskipafélag Íslands. Skipið mældist 2923,0 ts 2700,0 dwt. Loa: 94.70 m brd: 14.10 m Skipið var selt til Singapoore 1977 og hlaut þá nafnið East Cape. 1980 nafnið Hoe Aik Skipið var rifið 2002
Hér sem Hoe Aik:
@Blue Funnel Bert Shipsnostalgia
Næst er skip sem byggt var fyrir Eimskipafélag Íslands 1965 hjá Ålborg Værft í Ålborg Danmörk sem Reykjafoss. Skipið mældist 2435.0 ts 3830.0 dwt. Loa: 95.60 m brd: 13.70 m. Skipið var selt úr landi 1980 og fékk nafnið Gavilan 1988 San Ciro. 1990 Neo Fos 1991 Mercs Komari Skipið var rifið í hinum fræga skipakirkjugarði í Alang Indlandi í mars 2004
Hér sem Gavilan;
@ric cox
Þetta skip var byggt hjá Meyer J.l í Papenburg Þýskalandi 1966 sem O.R. Schepers fyrir þarlenda aðila .Það mældist 500.0 ts 1235.0 dwt. Loa: 73.60.m brd: 11.52.m 1970 fær skipið nafnið Osteclipper 1944 kaupir Hafskip h/f í Reykjavík skipið og skírir Hvítá 1978 er skipið selt til Egyptalands og fær nafnið Halima Awal 1981 nafnið Alima Selt 1987 til Ítalíu og fær nafnið Monte Cervati 1992 Geto 1994 Jihad I 1997 Nour El Moustafa 2001 Younes 2006 Rahma nafn sem það ber í dag og veifra fána Sierra Leone
Næst er það skip sem byggt var hjá Sietas Shipsyard í Neuenfelde í Þýskalandi 1982 sem Asian Eagle fyrir þarlenda aðila. Það mældist 3899.0 ts 7787.0 dwt.Loa: 106,50 m brd: 19,30 m 1982 fær skipið nafnið Helios 1983 Katherine Borchard 1982 Helios 1986 Cape Henry 1987 Helios 1988 kaupir Eimskip skipið og skírir Bakkafoss. Skipið selt úr landi 2003 og fær nafnið MSC Baleares. 2003 Pelamber 2005 Tyrrhenian Star og 2006 Africa B Nafn sem það ber í dag og veifar fána Panama @rolf guttesen
Að lokum skip sem byggt var hjá Sietas Shipsyard í Neuenfelde í Þýskalandi 1992 sem Oriolus fyrir þarlenda aðila. Það mældist 3899.0 ts 7787.0 dwt.Loa: 106,50 m brd: 19,30 m 1983 fær skipið nafnið CCNI Antartico,1989 Oriolus 1993 Nedlloyd Dragon 1994 kaupir Eimskip skipið og skírir Goðafoss 2000 fær skipið nafnið Skóarfoss Það se selt úr landi 2007 og skírt Letoon Nafn sem það ber í dag veifandi fána Liberiu
Sem Letoon
@jonathan allen