06.05.2010 16:57
"Selurinn"
Það er mikill munur á 1sta Selfoss hjá Eimskipafélaginu og þeim núverandi Sá 1sti var smíðaður í Porsgrunds MV í Porsgrund Noregi 1914 sem Villemoes fyrir danska aðila;Skipið mældist: 627.0 ts 775.0 dwt. Loa:61.60 m brd:9.80 m. 1928 kaupir Eimskipafélag Íslands skipið og skírir Selfoss, Það var selt til niðurrifs og rifið í Ghent Belgíu 1956
Stundum kallaður "ljóti andarunginn" einnig:"blessaður svanurinn" eða bara "Selurinn" eða einfaldlega "Selló". Hugsið ykkur Churchill kenndi Selfossi um að sigur í heimstyrjöldinni drógst á langinn
Hann var í Ameríkusiglingum lungan úr stríðinu.Hann "lullaði"þetta á sínum 7 mílum. Og í björtu drógst hann alltaf aftur úr skipalestunum. En var svo oft komin fremstur á morgnana. Maður hlýtur að minnast þessa skips og manna þeirra sem sigldu honum með mikilli lotningu
Nýjasti nafni hans er ekki neinn"slordallur" þó sannarlega einhverjir gámar sem hann lestar hér í Eyjum lykti af slori. Skipið var byggt sem Maersk Euro Tertio hjá Örskov Christensens Shipsyard í Frederikshavn Danmörk 1991 fyrir danska aðila . Skipið mældist 7676.0 ts 8609.0 dwt. Loa: 126.60 m brd: 20.70, m. 1994 fær skipið nafnið Hanne Sif 1995 Elisabeth Delmas 1996 Vento Di Ponente 1996 Hanne Sif 1999 kaupir? Eimskip skipið og skírir Selfoss. En skipið flaggar fána Antigua and Barbuda.
Hér er syrpa af skipinu. Myndirnar teknar í dag: