20.05.2010 23:15

Gengin skip 2


Hér er áframhald á síðustu færslu Næst er það skip sem var smíðaður í Porsgrunds MV í Porsgrund Noregi 1914 sem Villemoes fyrir danska aðila;Skipið mældist: 627.0 ts 775.0 dwt. Loa:61.60 m brd:9.80 m. 1928 kaupir Eimskipafélag Íslands skipið og skírir Selfoss, Það var selt til niðurrifs og rifið í Ghent Belgíu 1956







Stundum kallaður "ljóti andarunginn" einnig:"blessaður svanurinn" eða bara "Selurinn" eða einfaldlega "Selló". Hugsið ykkur Churchill  kenndi Selfossi um að sigur í heimstyrjöldinni drógst á langinn
Hann var í Ameríkusiglingum lungan úr stríðinu.Hann "lullaði"þetta á sínum 7 mílum. Og í björtu drógst hann alltaf aftur úr skipalestunum. En var svo oft komin fremstur á morgnana. Maður hlýtur að minnast þessa skips og manna þeirra sem sigldu honum með mikilli lotningu






Næsta skip var byggt (skrokkurinn) hjá Svendborg Skibsværft Svendborg Danmörk skrokkurinn dreginn til Kaupmannahöfn og smíðinni lokið hjá Kjöbenhavn Flydedok & Skipsværft 1921 fyrir Eimskipafélag Íslands Það mældist 1542,0 ts 2058.0 dwt .Loa: 70.10 m brd:10,50 m Farþegar 67. Skipinu var sökkt rétt undan Garðskaga á leið til Reykjavíkur. þ. 10-11-1944. 43 menn fórust  með skipinu 19 björguðust










 

Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 470
Gestir í dag: 63
Flettingar í gær: 6117
Gestir í gær: 267
Samtals flettingar: 196680
Samtals gestir: 8474
Tölur uppfærðar: 15.3.2025 03:38:48
clockhere