23.05.2010 12:06
Gamlir og sterkir
Mig langar til að minnast hér 2ja smáskipa að vísu danskra er eru mér kær í minningunni Það var vegna þess að afi minn var verkstjóri hjá Verslunarfélagi Borgarfjarðar í Borgarnesi. Og sá um afgreiðsluna þega þau komu í Borgarnes
Þessi skip komu þangað oft með kol,sement og timbur. Ég man eftir mér smápolla halandi í gerta til að fá bómuna aftur yfir lestaropið eftir að hlassið var losað á bíl
Manni fannst maður orðinn fullorðin er maður komst í þá stöðu að maður tali nú ekki um fullorðinsgorgeirinn í manni er maður var settur í lestina að moka kolum eða að bisa við sementspoka. Nú skilur maður hve mikla sjómennsku og áræði hefur þurft til að sigla þessum smáskipum á N- Atlantshafinu um vetur því ég man að maður þurfti frí í skólanum til að standa í þessu haleríi.
En hvað um það. Snúum okkur að skipunum. Fyrra skipið var byggt hjá Gebr. van der Windt í Vlaardingen Hollandi 1919 sem Nereus. Það mældist 332,0 ts 400.0 dwt. Loa:40.40 m brd:7,10 m.
Nýr
Skipið fær nafnið Rijnveer, 1922. Schelde 1923 Nieuwendam 1932.Var svo selt Th. Joh. Kyvik og Hilmar Hauge, Haugesund Noregi 1938, og skírt Fjeldberg.
Hér eldri:
Hér á síld
Í WW2 lá skipið í Malmö(en það var það statt þegar þjóðverjar hertóku Noreg) og var notað sem stjórnstöð fyrir Nortraship, "The Norwegian Shipping and Trade Mission". En Nortraship stjórnaði hinum frjálsa kaupkipaflota Norðmanna Seldt 1947 Erik B. Kromann, Marstal, Danmörk, og skírt Erik Boye
1952 var það lengt upp í 49,2 Loa og nú mældist það 379,0 ts 500,0 dwt,Ný vél var sett í skipið 6 cyl. 2T Alpha 360 bhp, Skipið strandaði við Men-Az-Laz Rock, Iles Molenes( rétt hjá Brest) 02-09-1964 á leið frá Lorient (Frakklandi) til Par ( England) Hér er syrpa af skipinu
Það fer mkinna fyrir bróðir hans Sine Boye. Hann var byggður hjá Lodose Varf Lodose Svíþjóð fyrir þarlenda aðila 1925 sem Malva hann mældist 495.0 ts 750,0 dwt. Loa: 46,20 m brd: 8,60 m 1925 var skipið selt Erik B. Kromann, Marstal, Danmörk, og skírt Sine Boye. Skipið var rifið 1969 í Masnedø, Danmörk.