25.05.2010 19:09
Í fyrradag, gær og í dag
Í fyrradag lá sá einhenti guð hernaðar himins og þings út af Eiðinu Týr. Ekki vissi ég hvert erindið var en laglegur þótti mér hann að sjá svona í mistrinu,
Laglegur í mistrinuSkipið var byggt hjá Århus DY í Århus Danmörk 1975 (Hann er því 35 ára í ár) fyrir Ríkissjóð Íslands Hann mældist 923,0 ts 513,0 dwt, Loa: 71,0 m brd:10,10 m Einnig var hér í fyrradag í höfninni skemmtiferðaskipið: National Geographic Explorer En skipið var byggt hjá Ulstein Hatio í Ulsteinvik Noregi sem Midnatsol fyrir Hurtigruten í Noregi 1982. Það mældist 4131,0 ts 1301.0 dwt Loa:108,60 m brd:16,50 m " 2003 fær skipið nafnið Midnatsol II 2005 Lyngen og 2008 nafnið sem það ber í dag National Geographic Explorer og það veifar fána Bahamas
National Geographic Explorer í fyrradagSvo var hún þessi hér einnig í fyrradag Perlan. Þei voru eitthvað að laga hjá sér strákarnir
Svo var hann komin í höfn í gær, einhenti guðinn Ekki virtust skipverjum vera handa vant við allslags viðhaldsstörf eftir veturinn. Ég skaust um borð og hítti "gamlan" góðan félaga Jón bryta Friðgeirsson.
Ég skaust um borð
Síðan var hafnarrúntinum haldið áfram
Þetta var í gær í dag var svo National Geographic Explorer komin aftur
Komin aftur
Perlan á öðrum stað
Og Green Tromsö komin að lesta frosið. Það vill svo skemmtilega til að skipið var byggt í sömu skipasmíðastöð og Týr eða Århus DY í Århus í Danmörk 1997 sem Venera fyrið þarlenda aðila.Það mældist 3817.0 ts. 4000,0 dwt Loa: 97.60 m brd: 15,70,m 1999 fær skipið nafnið Frio Hamburg 2005 Silver Fjord 2006 Green Tromsö nafn sem það ber í dag og veifar fána Bahamas
Svo er það nýjasta skipið í flota Vestmannaeyinga. Ekki veit ég um nafn eða neitt annað er báturinn mun ætlaður til útsýnisferða