28.05.2010 19:55
50 ár og aðeins meir
Þó þessi síða eigi að fjalla um fragtskip ætla ég að bregða út af því aðeins í dag.Fyrir tæpum 51 ári síðan keypti ungur skipstjóri hér í Vestmannaeyjum ásamt félaga sínum 3ja ára gamlan 60 ts trébát frá Norðfirði. Báturinn hét Huginn og fékk einkennisstafina VE 65.nokkrum mánuðum seinna fæddist þessum skipstjóra sonur sem skírður var Guðmundur Huginn. Sá Guðmundur er 50 ára á morgun 29.
Þetta rifjaðist upp fyrir mér í á "bryggjurúntinum" í dag þegar ég sá hið glæsilega skip útgerðar "unga skipstjórans" hér í höfninn. "Ungi skipstjórinn"sem stofnaði útgerðina hét líka Guðmundur og var einnig Guðmundsson en hafði Ingi sem milli nafn. Hann hefði orðið 78 ára í haust hefði hann lifað.Em hann lést um aldur fram 14 júni 2006,"Glæsimenni, góður félagi og athafnamaður af Guðs náð" skrifaði Árni Johnsen í minningargrein um Guðmund eldri genginn.
Þessi orð þykja mér lýsa honum fulkomlega. Hann var hrifsaður burt langt um aldur fram og mér finnst það hreinlega óréttlátt þegar svona dugnaðar og atorkumaður fær ekki að njóta afrakstur ævistarfsins að fullnustu á ævilveldinu Synir Guðmundar Inga tóku við taumunum og hafa haldið uppi merki föður síns og stýrt útgerðinni með miklum sóma. Sen skipstjórar og útgerðarmenn
Frumkvöðulinn í dyrunum á Huginn VE 65

Huginn VE 65

Huginn II VE 55

Guðmundur Ingi ásamt skipshöfn 1973

Huginn (III) VE 55

Og svo sá nr IV


Þetta átti ekki að vera nein afmælisgrein um Gudmund yngri en ég óska honum til hamingu með afmælið. Og óska þeim bræðrum velgengni á komandi árum. Myndir sem merktar eru eigendum sínum eru birtar með góðfúsu leyfi þeirra, Sigurgeirs og Tryggva
Þetta rifjaðist upp fyrir mér í á "bryggjurúntinum" í dag þegar ég sá hið glæsilega skip útgerðar "unga skipstjórans" hér í höfninn. "Ungi skipstjórinn"sem stofnaði útgerðina hét líka Guðmundur og var einnig Guðmundsson en hafði Ingi sem milli nafn. Hann hefði orðið 78 ára í haust hefði hann lifað.Em hann lést um aldur fram 14 júni 2006,"Glæsimenni, góður félagi og athafnamaður af Guðs náð" skrifaði Árni Johnsen í minningargrein um Guðmund eldri genginn.
Þessi orð þykja mér lýsa honum fulkomlega. Hann var hrifsaður burt langt um aldur fram og mér finnst það hreinlega óréttlátt þegar svona dugnaðar og atorkumaður fær ekki að njóta afrakstur ævistarfsins að fullnustu á ævilveldinu Synir Guðmundar Inga tóku við taumunum og hafa haldið uppi merki föður síns og stýrt útgerðinni með miklum sóma. Sen skipstjórar og útgerðarmenn
Frumkvöðulinn í dyrunum á Huginn VE 65
Huginn VE 65
Huginn II VE 55
Guðmundur Ingi ásamt skipshöfn 1973
Huginn (III) VE 55
Og svo sá nr IV
Þetta átti ekki að vera nein afmælisgrein um Gudmund yngri en ég óska honum til hamingu með afmælið. Og óska þeim bræðrum velgengni á komandi árum. Myndir sem merktar eru eigendum sínum eru birtar með góðfúsu leyfi þeirra, Sigurgeirs og Tryggva
Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 470
Gestir í dag: 63
Flettingar í gær: 6117
Gestir í gær: 267
Samtals flettingar: 196680
Samtals gestir: 8474
Tölur uppfærðar: 15.3.2025 03:38:48