05.06.2010 15:21
Afturbyggðir 2
Í upptalningunni um daginn var ég með hugan við venjuleg flutningaskip. En 1sta afturbyggða flutningaskipið sem smíðað var fyrir íslendinga er svo sannarlega Skeljungur I En hann var smíðaður í Amsterdam 1928 fyrir Olíusöluna í Reykjavík.Skipið mældist 147.0 ts. 218 dwt Loa; 33,50 m brd; 6.80 m 1934 er skipið lengt og mældist nú 177.0 ts 247, dwt Loa:36.99 m,1932 hafði Shell í Skildinganesi keypt skipið. Skipið skipar þann sess í skipasögu Íslands að vera 1 sta afturbyggða kaupskipið sem byggt var fyrir Íslendinga og einnig 1sta tankskipið



En ég ætla héðan af að halda mér við afturbyggð "ekki-tankskip" En geri svo blogg um tankarana. seinna En eftir Vatnajökli kemur skip sem smíðað var fyrir skipafélagið Fold í Reykjavík hjá Kalmar Varv í Kalmar í Svíþjóð 1947 (tilbúið í nóv) sem Foldin. Það mældist 621.0 ts ??? dwt. Loa: 51.81 ,m brd: 8,80 m. Jöklar h/f í Reykjavík kaupa skipið 1952 og skíra Drangajökull. Skipið fórst 1,5 sml NNW af Stroma í Pentland Firth 28-06-1960. Mannbjörg varð. Og ég held að minnið sé ekki að klikka þegar ég held að messastrákurinn hafi heitið Vilhjálmur Þ Vilhjálmsson og verið 1sti borgarstjóri í Reykjavík á síðasta kjörtímabili. Mér fannst alltaf Foldin/ Drangajökull með fallegri skipum í flotanum


Ætli Tröllafoss sé ekki næstur ég hef sagt frá honum á síðunni en hann var byggður 1945 í USA. Eimskip kaupir skipið 1948 og skírir Tröllafoss



Það koma fleiri. En nú óska ég öllum gleðilegs Sjómannadags
En ég ætla héðan af að halda mér við afturbyggð "ekki-tankskip" En geri svo blogg um tankarana. seinna En eftir Vatnajökli kemur skip sem smíðað var fyrir skipafélagið Fold í Reykjavík hjá Kalmar Varv í Kalmar í Svíþjóð 1947 (tilbúið í nóv) sem Foldin. Það mældist 621.0 ts ??? dwt. Loa: 51.81 ,m brd: 8,80 m. Jöklar h/f í Reykjavík kaupa skipið 1952 og skíra Drangajökull. Skipið fórst 1,5 sml NNW af Stroma í Pentland Firth 28-06-1960. Mannbjörg varð. Og ég held að minnið sé ekki að klikka þegar ég held að messastrákurinn hafi heitið Vilhjálmur Þ Vilhjálmsson og verið 1sti borgarstjóri í Reykjavík á síðasta kjörtímabili. Mér fannst alltaf Foldin/ Drangajökull með fallegri skipum í flotanum
Ætli Tröllafoss sé ekki næstur ég hef sagt frá honum á síðunni en hann var byggður 1945 í USA. Eimskip kaupir skipið 1948 og skírir Tröllafoss
Það koma fleiri. En nú óska ég öllum gleðilegs Sjómannadags
Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 794
Gestir í dag: 283
Flettingar í gær: 6117
Gestir í gær: 267
Samtals flettingar: 197004
Samtals gestir: 8694
Tölur uppfærðar: 15.3.2025 15:03:23