09.06.2010 18:38
Fleiri afturbyggðir
Hérna hefðu þær systur Herðubreið og Skjaldbreið átt að vera hér en þær stöllur tilheyra ekki þeim skipum sem ég hafði í huga. En þær fá sinn sess hér seinna. En þá að afturbyggðum millilandaskipum. Reynsla Eimskipsmanna af Tröllafossi varð til að hugmyndir um afturbyggð smáskip komust á koppinn.Frumhönnun á 2 næstu skipum sem byggð voru fyrir félagið var frumraun manns sem átti eftir að setja "svip" sinn á skip félagsins á eftirkomandi árum.Viggó E Maack Fyrra skipið Tungufoss þótti ekki eins vel heppnað og það seinna. Ýmsar nýungar voru í þessum skipum. Möstrin voru öðruvísi og tvískift. og lestarna án stoða og fl
Möstrin yrðu til að meira pláss varð fyrir dekkfarma. Mig minnir t.d. á síldarárunum hafi Tungufoss verið stundum kallaður "Tunnufoss" En hann var byggður 1953 hjá Burmeister & Wain í Kaupmannahöfn Danmörk. Fyrir Eimskipafélagið. Skipið mældist 1176.0 1700.0 dwt. Loa:79.90 m brd: 11.60 m. Skipið var selt úr landi til Saudi Arabíu 1974 og skírt Al Medina. Það strandaði við Indland (20°35´0 N 072° 45´0 A) á leið frá Djibouti til Mumbay( Bombay) 03-06-1976. Og var rifið á strandstað
Fjallfoss var smíðaður 1954 Ég hef lýst skipinu á síðunni,. Það var bæði breiðari og lengri en Tungufoss