27.07.2010 19:25
Meira frá Hollendingum
Ég hef fengið myndir frá öðrum hollenskum skipstjóra Hans Esveldt og byrja hér að sýna þær hér.Fyrst er það skip sem ekki þarf að kynna svo oft hefur það komið við hér á síðunni. Helgafell
@Hans Esveldt
@Hans Esveldt
Og svo til að menn sjái hve alvöru gámaskip eru stór er hér mynd sá minni er svona svipaður og okkar stóru skip, En okkar skip er svipuð að stærð og svokallaðir "feder"bátar.Þ.e.a.s skip sem safna saman gámum á smærri höfnum og koma með þá t.d Rotterdam í veg fyrir þessa stóru
Risinn hér til hægri heitir Rio de la Plata Skipið er byggt hjá Daewoo í Okpo S-Kóreu 2008 fyrit þýska aðila Skipið mældist 73899.0 ts 80455.0 dwt. Loa: 286.5 m ,brd: 40.0 m Skipið veifar þýskum fána
@Hans Esveldt
Svo er það skip með kunnulegu nafni, Skipið var byggt hjá Lodenice Nova Melnik, Czech Republic. (sennilega skrokkurinn) og Bijlsma Lermmer Hollandi 2008 fyrir hollenska aðila sem Hekla, Það mældist 2281.0 ts 3150,0 dwt, Loa: 89.0 m brd. 11,80 m Skipið siglir undir fána Hollands
@Hans Esveldt
@Hans Esveldt