29.07.2010 19:36

Hver var þetta??

Þetta skip kom töluvert við sögu hér á landi, það var danskt. Það var byggt hjá Husumer SY í Husum Þýskalandi 1967. Það var um tíma í "timrcharter" hjá íslensku skipafélagi. Og ef mig brestur minnið ekki þess meir þá voru íslenskir stýrimenn á skipinu þá þeim tíma. Hvaða skip er þetta ???



Það er kannske ekki von að menn nái þessu en hér er mynd af skipinu:


@Ric Cox

Aftur var það Heiðar Kristins sem kom með rétta svarið. Þetta er mynd af endalokum danska skipsins Vibeke Vesta. Sem Hafskip hafði á leigu á sínum tíma. Skipið var byggt hjá Husumer SY í Husum Þýskalandi 1967 sem Vibeke Vesta fyrir danska aðila. Það mældist 499.0 ts  1237,0 dwt, Loa: 62,97.m brd:10.37 m 1987 er skipið selt og gengur síðan undir nokkrum nöfnum. 1984 Marie TH 1989 Matie C 1993 Altair 1994 Sacrotees 1994 Enif. 1995 Gemini 1995 Atlantico 1997 Kathy Trader. Í nov 2001 er skipinu siglt upp í fjöru í Manzanillo í Panama og það síðan rifið þar
Hér sem Marie C


@ Arne Jürgens
Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 4541
Gestir í dag: 126
Flettingar í gær: 0
Gestir í gær: 0
Samtals flettingar: 194634
Samtals gestir: 8270
Tölur uppfærðar: 14.3.2025 18:21:23
clockhere