02.08.2010 17:06

Í þá daga

Það er ekki íkja langt síðan að uppskipunnarbátar eða bringinga bátar voru við lýði hér á landi. Ekki man ég hver var fyrstur að bryggju í Norðurfirði en ég man að ég var með þeim fyrstu þá að leysa af
sem skipstj.á M/S Esju IV
Frá Norðurfirði. Myndin fengin að "láni" úr bók Hilmars Snorra um Ríkisskip


Síðan sendi Bjarni Halldórsson mér skemmtilega mynd Ég gef Bjarna orðið um myndina:"Hún er tekin Óspakseyri 1969 Við (Langá) vorum að losa fóður þarna  sem var sett í báta (bringinga báta)
 svo notuðu þeir kranann til að sveifla heisinu aftan á dráttarvél og keyrðu það upp í skemmu.Þeir voru alveg hissa á að við ættum ekki nóg brennivín ,því það hafði ekki skort í skipinu sem kom um haustið.Þá var svo mikill snjór að þeir báru allt fóðrið á bakinu úr fjöruborði uppí skemmu.Ég man ekki vegalengdina 50 - 100 m. ??" 


Bjarni tifaði þarna á ramm íslensku skemmtilegu orði sem er að að deyja út úr málinu "bringinga báta" Ég sjálfur var búinn að steingleyma þessu orði en man að það var notað hér í den eins og sagt er. Ég "gúgglaði" orðið og þá kom þetta m.a.Hvernig í andsk...... það getur verið samtenging við þessa fallegu stúlku á ónefndum stað og íslenskra bringinga báta get ég ekki fundið út en tek skýrt fram að þetta hefur ekkert með Bjarna að gera, Þig getið sjálf "gúgglað" bringinga báta

Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 5815
Gestir í dag: 242
Flettingar í gær: 0
Gestir í gær: 0
Samtals flettingar: 195908
Samtals gestir: 8386
Tölur uppfærðar: 14.3.2025 22:49:19
clockhere