02.08.2010 17:36

Íslensk snekkja

Bjarni Halldórs hefur ekki gert það endasleppt við síðuna Þessa mynd sendi hann mér með þessum formála:  "Þetta er ísl. skemmtisnekkja aðeins tilkomuminni en sú sem er hér í höfninni.  Þennan bát átti Sverrir Magnússon sem var bróðir Gunnars Magnússonar skipstj. á Önnu Borg,+ Nesskip o.sv.fr.v.  Serrir var lærður bátasmiður hjá "Jóni á 11"  Sverrir fór að eigin sögn til Vínarborgar í fyrirhugað söngnám,sem hann flosnaði síðan úr.  Hann var síðan timburmaður á sænskum línuskipum (TransAtlantic ??)  Hann kom oft um borð í Langá í Gautaborg-  Steinarr kannaðist að sjálfs. við hann. Sverrir keypti þennan nótabát ca.´75 ?? og flutti hann út með Langá.  Siðan notaði hann aðstöðuna um borð hjá sér til að smíða innréttinguna,sem var öll úr harðviði ásamt dekkinu. Ég var á "Selá 2 " þegar ég tók þessa mynd 1979, þá var Sverrir að koma ofan af lager hjá félaginu sem hann sigldi hjá og var að setja kjölfestu í bátinn. Það grátbroslega við það var að það voru gámakeðjur sem þeir voru að hætta með ( út af gámaskóm) en við alltaf grenja út viðbót með misjöfnum árangri  Sverrir ætlaði síðan þegar hann færi á eftirlaun að fara með bátinn niður í Eyjahaf ofl.  En áður en til þess kom fékk hann  hjartaáfall og dó..Ég man hvað við öfunduðum hann á sínum tíma því báturinn var vandaður með nyja vél og svefnaðstöðu fyrir 4, sem sagt allt tipptopp."


@ Bjarni Halldórsson
Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 5715
Gestir í dag: 228
Flettingar í gær: 0
Gestir í gær: 0
Samtals flettingar: 195808
Samtals gestir: 8372
Tölur uppfærðar: 14.3.2025 22:05:02
clockhere