14.08.2010 01:27
Athena
Svo var það Athena
Ekki datt ér í hug er ég tók myndina að þarna væri hið fornfræga skip Stockholm á ferðinni en svo var Skipið var byggt hjá Götaverket í Gautaborg Svíþjóð 1948 fyrir Sænsku Ameríkulínuna. Það mældist 11650.0 ts 2772.0 dwt. Loa: 160.0 m brd:21.10 m. 25 júlí 1956 lendir skipið í árekstri við ítalska farþegaskipið ANDREA DORIA 50 sml S af Nantucket eyju. Í slysinu fórust 52 en 1600 manns var bjargað flestir af ítalska skipinu sem sökk. 1960 er skipið selt til A Þýskalands og skírt Volkerfreundscaft. 1985 fær það nafnið Volker 1986 Fridtjof Nansen 1993 Italia I 1994 er skipið endurbyggt og mælist eftir það 16144,0 ts 2020,0 dwt 2000 fær það nafnið Valtur Prima 2003 Caribe og 2005 Athena nafn sem .að ber í dahög og veifar fána Portugal
Hér eru nokkrar myndir frá ferlinum